Liverpool 1-0 Brighton
1-0 Mohamed Salah(23′)
Liverpool er með fullt hús sitga í ensku úrvalsdeildinni en liðið mætti Brighton í þriðju umferð í dag.
Það var ekki boðið upp á neina veislu á Anfield í dag en aðeins eitt mark var skorað og það gerðu heimamenn.
Eftir vandræði í öftustu línu Brighton lagði Roberto Firmino boltann á Mohamed Salah sem kláraði færi sitt vel framhjá Matthew Ryan í markinu.
Liverpool er nú með níu stig á toppi deildarinnar en liðið hefur ekki fengið á sig mark í deildinni til þessa.
Brighton situr í 12. sæti deildarinnar eftir góðan sigur á Manchester United í síðustu umferð.