Henrikh Mkhitaryan, leikmaður Arsenal á Englandi, viðurkennir það að hann hafi ekki vitað hver Matteo Guendouzi var áður en hann samdi við liðið í sumar.
Guendouzi er aðeins 19 ára gamall og þykir mikið efni en hann kom til Arsenal frá Lorient í Frakklandi í sumar.
,,Ef ég á að vera hreinskilinn þá hafði ég aldrei heyrt um hann eða séð hann spila,“ sagði Mkhitaryan.
,,Hann hreif mig mikið á fyrstu æfingunni. Við sögðum ‘Oh, hann er með mikil gæði, hann getur gert góða hluti fyrir félagið.’
,,Þegar stjórinn ákvað að hann myndi byrja í fyrsta leik var ég sammála því, hann átti það skilið.“