Mesut Özil, leikmaður Arsenal á Englandi, var ekki með liðinu í dag sem vann sigur á West Ham í ensku úrvalsdeildinni.
Arsenal vann sinn fyrsta sigur í deildinni á þessu tímabili en liðið hafði að lokum betur 3-1.
Það vakti athygli er Özil var ekki með Arsenal í dag og er greint frá því að hann hafi rifist við stjóra liðsins, Unai Emery.
Enskir miðlar greina frá því að Özil og Emery hafi rifist heiftarlega á æfingasvæði Arsenal í gær og var miðjumaðurinn því ekki valinn í hópinn.
Talað hefur verið um að Özil hafi misst af leiknum vegna veikinda en það er víst ekki rétt.
Özil var pirraður eftir 3-2 tap gegn Chelsea í síðustu umferð en hann var tekinn af velli eftir 68 mínútur í þeim leik.