Arsenal vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu í dag en liðið fékk West Ham í heimsókn á Emirates völlinn.
Það var boðið upp á andi fjörugan leik en West Ham komst yfir er Marko Arnautovic kom boltanum í netið.
Arsenal svaraði þó stuttu síðar með marki frá Nacho Monreal áður en að sjálfsmark frá Issa Diop kom liðinu yfir. Danny Welbeck gerði svo út um leikinn í uppbótartíma.
Gylfi Þór Sigurðsson lagði upp mark fyrir Everton sem gerði 2-2 jafntefli við Bournemouth þar sem tvö rauð spjöld komu við sögu.
Everton kom í 2-0 í leiknum þrátt fyrir rautt spjald Richarlison en eftir fyrra mark liðsins fékk Adam Smith einnig beint rautt spjald hjá Bournemouth sem tókst síðar að jafna leikinn.
Það var annað rautt spjald á boðstólnum á St. Mary’s þar sem Harry Maguire tryggði Leicester 2-1 sigur með marki í uppbótartíma.
Pierre-Emile Hojberg hafði fengið rautt spjald hjá Southampton stuttu áður en hann fékk tvö gul spjöld.
Fjórða rauða spjald dagsins kom þá í viðureign Huddersfield og Cardiff en Jonathan Hogg hjá Huddersfield fékk það í markalausu jafntefli.
Arsenal 3-1 West Ham
0-1 Marko Arnautovic(25′)
1-1 Nacho Monreal(30′)
2-1 Issa Diop(sjálfsmark, 70′)
3-1 Danny Welbeck(92′)
Bournemouth 2-2 Everton
0-1 Theo Walcott(56′)
0-2 Michael Keane(66′)
1-2 Joshua King(víti, 75′)
2-2 Nathan Ake(79′)
Southampton 1-2 Leicester
1-0 Ryan Bertrand(52′)
1-1 Demarai Gray(56′)
1-2 Harry Maguire(93′)
Huddersfield 0-0 Cardiff