Unai Emery, stjóri Arsenal á Englandi, er að skoða leikmenn sem hann vill fá til félagsins í janúarglugganum.
Samkvæmt frönskum miðlum er Emery að undirbúa tilboð í framherjann Moussa Dembele í janúar.
Dembele er 22 ára gamall framherji en hann hefur undanfarin tvö ár leikið með Celtic í Skotlandi.
Dembele hefur gert 26 mörk í 54 leikjum fyrir Celtic í efstu deild í Skotlandi og á að baki leiki fyrir U21 landslið Frakklands.
Emery hefur mikinn áhuga á að fá Dembele í sínar raðir í janúar en hann hefur sjálfur áhuga á að semja við stærrra lið.
Dembele var áður á mála hjá Fulham á Englandi og þekkir það að spila á Englandi.