Mario Balotelli, leikmaður Nice í Frakklandi, er ekki á förum frá félaginu þrátt fyrir viðræður við önnur félög.
Balotelli gaf það út á dögunum að hann ætlaði sér að vera áfram og segir nú að það hafi algjörlega verið hans ákvörðun.
,,Í fullri hreinskilni þá vildi ég fara eftir síðustu leiktíð. Forsetinn og félagið vissu af því,“ sagði Baltoelli.
,,Ég ákvað að vera áfram því andrúmsloftið er gott á meðal liðsfélaga minna, félagsins og alls þar á milli.“
,,Ég á enn eitt ár eftir af mínum samningi og ákvað að vera áfram. Þetta er mín ákvörðun og enginn segir mér fyrir verkum.“
,,Ég geri það sem ég vil, með fullri virðingu. Ég var alltaf að fara eiga lokaorðið.“