Bayern Munchen 3-1 Hoffenheim
1-0 Thomas Muller
1-1 Adam Szalai
2-1 Robert Lewandowski(víti)
3-1 Arjen Robben
Fyrsti leikur tímabilsins í Þýskalandi fór fram í kvöld er Bayern Munchen fékk lið Hoffenheim í heimsókn.
Bayern byrjar leiktíðina nokkuð vel en liðið vann 3-1 sigur en þeir Robert Lewandowski, Thomas Muller og Arjen Robben sáu um það.
Muller kom Bayern yfir snemma leiks áður en Adam Szalai jafnaði metin fyrir Hoffenheim í síðari hálfleik.
Lewandowski kom Bayern svo yfir úr vítaspyrnu á 82. mínútu áður en Arjen Robben kláraði leikinn á lokamínútunni.