Tony Adams, fyrrum fyrirliði Arsenal, er vonsvikinn með hvernig liðið hefur spilað á þessu tímabili.
Adams segir að hann sjái enga breytingu á liði Arsenal í dag undir stjórn Unai Emery og hvernig liðið spilaði undir stjórn Arsene Wenger.
,,Eftir að Arsene fór þá var ég svo spenntur fyrir því að sjá alvöru breytingar,“ sagði Adams.
,,Þetta var frábært tækifæri til að gera hlutina öðruvísi en gegn Manchester City spilaði liðið alveg eins og undir stjórn Wenger.“
,,Það var mjg sárt. Allir vita hvað Arsenal hefur vantað. Gegn Chelsea voru þeir allir út um allt, þú horfir ekki á þetta og hugsar um að þarna séu breytingar.“