fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Fór 11 ára gamall í þriggja vikna fiskveiðitúr við Íslandsstrendur: „Besti skóli sem ég hef farið í á ævinni“

Auður Ösp
Fimmtudaginn 30. ágúst 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Robert Hanley var 11 ára gutti fór hann í þriggja vikna sjóveiðitúr við Íslandsstrendur og segir reynsluna hafa gert sig að betri manni. Hann rifjar upp þennan eftirminnilega tíma í samtali við fréttamiðilinn GrimsbyLive.

Robert ólst upp í hafnarbænum Grimsby og kemur af mikilli sjómannaætt. Sem lítill strákur þráði hann að feta í fótspor föður síns sem reglulega sótti sjóinn og hafði af því rífandi tekjur. Hann var því himinlifandi þegar honum bauðst að fara með föður sínum í þriggja vikna túr.

Um leið og báturinn lagði úr höfn fékk Robert að upplifa vagg og veltu og fannst eins og hann væri staddur í miðjum stormi. Aðrir skipsverjar hlógu, enda öllu vanir. „Ég varð fljótlega fárveikur og stór sá eftir því að hafa ekki farið aftur til baka til mömmu áður en báturinn fór úr höfn. Ég var sannfærður um að þetta væri mín seinasta stund en skipverjunum fannst þetta bara fyndið.“

Hann rifjar upp hvernig vinnan hófst fyrir alvöru þegar skipið var komið að fiskveiðimiðunum við Ísland. Hásetarnir voru að hans sögn stórir og stæðilegir karlar, en enginn þeirra dirfðist þó nokkurn tímann til að andmæla skipstjóranum. Vinnudagarnir voru 18 klukkustunda langir og Robert kveðst hafa verið sjóveikur meira og minna allan tímann.

Hann rifjar einnig upp nokkur eftirminnileg atvik sem gerðu það að verkum að hann þurfti að harka af sér og fullorðnast fljótt. Til að mynda horfði hann upp skelffisk læsa tönnunum djúpt í höndina á einum sjómanninum og skilja eftir sig bitför á vinnuhanska hans. Í kjölfarið þurfti sjómaðurinn að hafa höndina ofan í heitu saltvatni í drykklanga stund.

Á meðan flest börn myndi líta á það sem martröð að vinna langa vinnudaga úti á sjó við Ísland þá lýsir Robert því sem „ævintýri.“ Við þessar krefjandi aðstæður hafi hann lært að vinna.

Robert er í dag 65 ára gamall en hann hugsar með hlýju til baka til ævintýrsins við Íslandsstrendur

„Allir vinir mínir spurðu hvort mig hvort það hefði ekki verið gaman í ferðinni, og ég sagði já en var ekkert að segja þeim frá því að ég hefði verið sjóveikur. Pabbi tók með mig í ferðina til að koma í veg fyrir að ég yrði sjómaður. En ég vildi fara aftur. Það sem stoppaði mig voru þorskastríðin.

Fram kemur að þorskastríðin hafi haft slæm áhrif á atvinnulífið í fjölmörgum breskum fiskiþorpum, þar á meðal Grimsby. Faðir Roberts hætti að sækja í sjóinn í kjölfarið.

Ekkert varð úr framtíðaráformum Roberts um að gerast sjómaður en þess í stað fór hann í iðnmám og starfar í dag sem húsgagna og innréttingasmiður. Hann segir reynsluna af sjónum hafa haft langvarandi áhrif á sig og gefið honum kjark og þor til að takast á við hvaða aðstæður sem er.

„Þessi þriggja vikna ferð var besti skóli sem ég hef farið í á ævinni. Eftir að ég fór út á vinnumarkaðinn og byrjaði að kljást við ýmiskonar hindranir þá einfaldlega hugsaði ég til baka, til þessa tíma. Í kjölfarið var ekkert sem gat stoppað mig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram