Búið er að opinbera íslenska landsliðshópinn sem spilar gegn Sviss og Belgíu í Þjóðadeildinni í september.
Nokkur ný nöfn eru í hópnum sem voru ekki á HM í Rússlandi í sumar en Erik Hamren og Freyr Alexandersson gera fimm breytingar.
Guðlaugur Victor Pálsson, Kolbeinn Sigþórsson, Jón Guðni Fjóluson, Rúnar Már Sigurjónsson og Viðar Örn Kjartansson koma inn í hópinn fyrir komandi átök.
Freyr segir að um nýtt upphaf sé að ræða og að þetta sé gott tækifæri fyrir alla leikmenn að sanna sig.
,,Þetta er nýtt upphaf fyrir alla, það eru nýir þjálfar og ný keppni, það getur ekki verið meira nýtt upphaf en það,“ sagði Freyr.
,,Margir af þessum strákum hafa áður fengið tækifæri og verið í kringum liðið en ég vona að leikmenn horfi á þetta sem nýtt upphaf.“
,,Ég vona að leikmenn sem eru í hópnum núna og eru í kringum hópinn fari upp á tærnar og það verði holl og góð samkeppni, það er hollt fyrir alla leikmenn.“