Aron Einar Gunnarsson verður ekki með íslenska landsliðinu í byrjun september sem mætir Sviss og Belgíu í Þjóðadeildinni.
Aron er að glíma við meiðsli þessa stundina og hefur misst af byrjun ensku úrvalsdeildarinnar með Cardiff.
Erik Hamren, landsliðsþjálfari var í dag spurður út í það hver myndi bera fyrirliðaband landsliðsins eftir meiðsli Arons.
Gylfi Þór Sigurðsson hefur fengið bandið er Aron er frá en Hamren vill ekkert gefa upp að svo stöddu.
,,Hver verður fyrirliði? Þið fáið að sjá það, ég vil tala við leikmennina um allt svona fyrst,“ sagði Hamren.
,,Við höfum ekki hisst ennþá svo ég held að þeir eigi þá virðingu skilið að við ræðum við þá fyrst um svona hluti áður en ég tala við ykkur.“