fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024

Þegar Katrín Helga var 11 ára lenti öll fjölskylda hennar í bílslysi: „Sumir komast yfir hræðsluna með einhverjum hætti en aðrir ekki“

Aníta Estíva Harðardóttir
Laugardaginn 25. ágúst 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mjög margir sem ég þekki eru bílhræddir og þar á meðal ég sjálf. Það er í rauninni mjög algengt að vera bílhræddur, hvort sem það eru eftirköst af slysi eða ekki. Sumir komast yfir hræðsluna með einhverjum hætti og aðrir ekki. Það eru meira að segja til dæmi um það að fólk keyri aldrei aftur eftir að það lendir í slysi.

Öll fjölskyldan lenti í bílslysi

En ástæðan fyrir því að ég er bílhrædd er vegna þess að þegar ég var um 11-12 ára, lenti öll fjölskyldan mín í bílslysi. Við vorum á leiðinni heim úr sumarbústað á laugarvatni þar sem farið var yfir gömlu lyngdalsheiðina. Ég hafði ákveðið að fara með frænda mínum á bíl og lögðum við af stað á undan foreldrum mínum og systrum mínum tveimur. Þegar við vorum nýlega komin fram hjá þingvöllum er hringt í frænda minn. Honum var tilkynnt að það hafi orðið slys, að hann þyrfti að koma til baka og sækja hundana í bílinn.

Hann snéri við og keyrði til baka, á leiðinni mættum við sjúkrabílunum með blikkandi ljósin á. Ég man hvað ég var hrædd þegar ég kom að bílnum í klessu, fjölskyldan mín farin með sjúkrabílum í bæinn og ég vissi ekkert. En þeir sem hafa keyrt gömlu lyngdalsheiðina muna kannski hvernig vegirnir voru, en í einni beygjunni mættu þau rútu sem var ekki bara á sínum vegarhelming heldur þeirra líka. Sem varð þess valdandi að rútan hafnaði framan á bílnum bílstjóra megin.

Situr ennþá á sálinni

Sem betur fer fór þetta allt vel þó svo að þetta sitji ennþá fast í sálinni.

Ég hef oft spáð í því hvers vegna ég sé svona bílhrædd. Það var ekki fyrr en ég fór að rifja þennan atburð upp að ég áttaði mig á því hversu mikil áhrif hann hafði á mig. En ég keyri bíl í dag og er oft farþegi í bílum svo ég reyni mitt besta að leyfa hræðslunni ekki að taka yfir. Því hvar værum við ef við leyfðum öllu að hafa svo mikil áhrif á okkur. Við eigum bara eitt líf og það er nauðsynlegt að lifa því þannig.

Sennilega er ástæða fyrir öllu og hér er mín.

Farið varlega í umferðinni og flýtið ykkur hægt. Það er betra að vera seinn en að komast aldrei leiðar sinnar.

Færslan er skrifuð af Katrínu Helgu og birtist upphaflega á Vynir.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Læknar sögðu Anton Bjarka að hafa engar áhyggjur af góðkynja æxlinu – Fann fyrir reiði þegar það kom í ljós að það væri illkynja og ágengt

Læknar sögðu Anton Bjarka að hafa engar áhyggjur af góðkynja æxlinu – Fann fyrir reiði þegar það kom í ljós að það væri illkynja og ágengt
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Allt að verða klárt fyrir fyrstu kaup Amorim til United – 17 ára ungstirni

Allt að verða klárt fyrir fyrstu kaup Amorim til United – 17 ára ungstirni
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram
EyjanFastir pennar
Fyrir 7 klukkutímum

Ágúst Borgþór skrifar: Saklaus maður sakaður mánuðum saman um svívirðileg kynferðisbrot

Ágúst Borgþór skrifar: Saklaus maður sakaður mánuðum saman um svívirðileg kynferðisbrot

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.