fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025

Aníta Rún um stjúpforeldrahlutverkið: „Þó við séum ekki öll blóðskyld erum við fjölskylda“

Vynir.is
Sunnudaginn 26. ágúst 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í mínum huga er stjúpforeldri eitt það fallegasta sem til er.
Stjúpforeldri er í mínum huga líka mikið meira en bara foreldri, stjúpforeldri velur að elska skilyrðislaust án þess að þurfa þess.
Það eitt og sér er alls ekki sjálfsagt.

Gefandi hlutverk að vera stjúpmamma

Ég er stjúpmamma.
Þetta er eitt mest gefandi hlutverk sem ég hef fengið upp í hendurnar.
Þetta er í mínum huga svo sem ekkert ósvipað því að vera mamma. Ég sé bara einn mun, stjúpsonur minn á aðra mömmu. Hann fékk mig bara auka.

Ég horfi á þau öll sem mín.
Þó ég hafi ekki komið nema tveimur af þeim í heiminn sjálf þá ber ég sama hug til þeirra allra.
Þau eiga öll jafn stóran hlut í hjarta mínu.

Ákvað að stökkva út í djúpu laugina

Þegar ég kynntist kærastanum mínum var ég búin að ofhugsa þetta allt svo mikið. Ég vissi ekki hvernig hann tæki börnunum mínum, hvað þá þau honum.
En ég ákvað að stökkva út í djúpu laugina og láta vaða, og trúiði mér – ég varð ekki fyrir vonbrigðum.

Frá fyrsta degi var kærleikurinn á milli hans og barnanna minna áþreifanlegur.
Hann tók þeim aldrei öðruvísi en sínu eigin.

Dóttir mín fór fljótlega að kalla hann pabba, og það gladdi hjarta mitt meira en nokkrum getur dottið í hug.
Traustið sem hún sýndi honum með þessum orðum skein úr augum hennar.
Hún veit að sjálfsögðu að hún á sinn alvöru pabba, en hennar orð þegar ég minntist á það einu sinni við hana að kærastinn minn væri BARA stjúppabbi hennar voru „Mamma, það er sko alveg hægt að eiga fleiri en einn pabba og fleira en eitt hús“. Fjögurra ára dóttir mín náði að slá mig algjörlega út af laginu með þessum orðum. Því fleiri sem það eru sem elska barnið, því heppnara er það.

Þó við séum ekki öll blóðskyld erum við fjölskylda. Þau eru systkinin. Saman myndum við eina hamingjusama heild.

Færslan er skrifuð af Anítu Rún og birtist upphaflega á Vynir.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Stórum sprengjum varpað um hertogahjónin í óvæntri afhjúpun Vanity Fair – Kölluð illmennin í hverfinu af nágrönnum sínum

Stórum sprengjum varpað um hertogahjónin í óvæntri afhjúpun Vanity Fair – Kölluð illmennin í hverfinu af nágrönnum sínum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Strákarnir okkar mæta Skotum í sumar

Strákarnir okkar mæta Skotum í sumar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sölvi stoltur og hlakkar til komandi tíma – „Mig er búið að gruna þetta“

Sölvi stoltur og hlakkar til komandi tíma – „Mig er búið að gruna þetta“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Efling klagar Subway og Hard Rock: Alþjóðlegir risar látnir vita af meintum réttindabrotum

Efling klagar Subway og Hard Rock: Alþjóðlegir risar látnir vita af meintum réttindabrotum
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Vill að RÚV geri samning við Vesturport

Vill að RÚV geri samning við Vesturport