fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Svona eru svefnvenjur Íslendinga

Ritstjórn DV
Föstudaginn 24. ágúst 2018 10:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nærri 90% landsmanna sögðust sofa að meðaltali 6-8 klukkustundir á nóttu, þar af nær helmingur í 7 klukkustundir. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum nýrrar könnunar MMR sem framkvæmd var dagana 26. júní til 3. júlí síðastliðinn.

Alls kváðust rúm 89% svarenda sofa að meðaltali í 6-8 klukkustundir á hverri nóttu en 44% sögðust sofa að meðaltali í 7 klukkustundir, 23% í 6 klukkustundir og 23% í 8 klukkustundir. Þá sögðust 6% sofa í 5 klukkustundir á nóttu, rúm 2% í 9 klukkustundir, tæp 2% í 0-4 klukkustundir og tæpt 1% í 10 klukkustundir eða meira.

Í tilkynningu á vef MMR kemur fram að nokkur breytileiki hafi verið á afstöðu svarenda eftir lýðfræðihópum. Konur (91%) voru líklegri en karlar (88%) til að segjast sofa að meðaltali 6-8 klukkustundir á hverri nóttu en hlutfall þeirra karla sem áætluðu svefntíma sinn að jafnaði vera 5 klukkustundir eða styttri (10%) var hins vegar hærra en kvenna (5%).

Þegar litið var til aldurs mátti sjá að svarendur 18-29 ára (9%) og 68 ára og eldri (9%) voru líklegri en aðrir til að segjast sofa 5 klukkustundir eða skemur á hverri nóttu en svarendur á aldrinum 50-67 ára voru líklegastir til að segjast sofa 6-8 klukkustundir á nóttu (94%). Lítill munur var á svörun eftir búsetu. Hlutfall þeirra svarenda sem sögðust að meðaltali sofa 6-8 klukkustundir á hverri nóttu fór hækkandi með aukinni menntun og heimilistekjum.

Einnig mátti sjá nokkurn mun á afstöðu svarenda þegar litið var til stjórnmálaskoðana þeirra. Stuðningsfólk Samfylkingar (96%), Sjálfstæðisflokks (94%) og Framsóknar (93%) var líklegast allra svarenda til að segjast sofa 6-8 klukkustundir að meðaltali á hverri nóttu. Þá var stuðningsfólk Viðreisnar (12,5%) líklegast til að telja meðalsvefntíma sinn vera 5 klukkustundir eða styttri en stuðningsfólk Flokks fólksins (6%) og Pírata (6%) var líklegast til að segjast sofa 9 klukkustundir eða lengur að meðaltali.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg