fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Eyjan

Gunnar Smári um Guðmund í Brimi: „Meðal stærstu bótaþega Íslandssögunnar“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 24. ágúst 2018 11:30

Gunnar Smári.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokks Íslands, segir Guðmund Kristjánsson, útgerðarmann, vera meðal stærstu bótaþega Íslandssögunnar, eftir að hann fékk 20 milljarðar afskrifaða eftir hrun:

„Gvendur vinalausi, Guðmundur í Brim, fékk afskrifaða 20 milljarða króna eftir Hrun. Það er næstum því sú upphæð sem hann notaði um daginn til að kaupa hlut stærstu hluthafa félagsins. Gvendur er því meðal stærstu bótaþega Íslandssögunnar.“

Gunnar Smári vísar þarna til kaupa Guðmundar á 34,1% hlut Kristjáns Loftssonar og Halldórs Teitssonar í HB Granda á dögunum fyrir 21, 7 milljarða.

Um arðgreiðslur Brims fyrir árið 2016, sem námu 295 milljónum, segir Gunnar:

„Guðmundur vinalausi er að hæðast að ykkur. Í fyrra greiddi Brim 295 m.kr. í endurgjald fyrir nýtingu auðlindar almennings. Með því að greiða sjálfum sér akkúrat sömu upphæð er hann hæðast að ykkur. Ég fæ jafn mikið og þið öll samanlagt, segir Guðmundur, það finnst mér sanngjarnt. Ykkur finnst það kannski ósanngjarnt en ég og vinir mínir eigum stjórnmálaflokka sem tryggja að það erum við sem ráðum. Ekki þið.“

20 milljarðar settir í samhengi

„20 milljarðar er álíka upphæð og 10835 eftirlaunamanneskjur fá frá Tryggingastofnun á heilu ári í hámarkseftirlaun (m.v. pör). Miðað við meðallífslíkur á Íslandi má segja að Gvendur hafi fengið viðlíka háa upphæð afskrifaða (til að geta keypt stærsta hlutinn í stærsta útgerðarfyrirtækinu og orðið þar með umsvifamestur allra kvótagreifa) og 677 Íslendingar fá í eftirlaun frá 67 ára aldri til dauðadags. Svo mikið elskar íslenska þjóðin kvótagreifa sína, meira að segja þá vinalausu.“

Gunnar bætir við að hinir ríku búi á allt öðru landi en almenningur:

„Dæmið af Gvendi og afskriftunum sýnir ágætlega að hin ríku búa á allt öðru Íslandi en almenningur. Fjölskylda sem skuldaði meira eftir Hrun en hún gat borgað var svipt íbúðinni sinni en þurfti áfram að greiða niður skuldirnar. Gvendur skuldaði meira en hann gat borgað, fékk að halda fyrirtækjunum en losnaði við að borga skuldirnar. Almenningur hélt skuldunum en missti eignirnar. Hin ríku héldu eignunum en losnuðu við skuldirnar. Þannig er Ísland í dag.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast