fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Sævar þurfti að reiða sig á finnskt heilbrigðiskerfi – Þetta er munurinn á íslenska og finnska kerfinu

Óðinn Svan Óðinsson
Föstudaginn 24. ágúst 2018 09:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sævar Finnbogason, íbúi í í Turku í Finnlandi varð fyrir því óláni að fá slæma sýkingu í augað í vikunni sem leiddi til þess að hann þurfti að reiða sig á finnska heilbrigðiskerfið. Í færslu sem Sævar skrifar á Facebook og vakið hefur verðskuldaða athygli rekur hann ferlið sem fór af stað eftir að hann leitaði sér aðstoðar. Áhugaverð samantekt sem sýnir ákveðin mun á kerfinu í Finnlandi og hér heima.

Sævar fór að finna fyrir óþægindum fyrir nokkrum dögum og fyrst um sinn vonaðist hann til þess að verkurinn færi  sjálfkrafa. Á fjórða degi hafði hann versnað mikið og ákvað að fara í apótek í von um að fá lyf. „ Þar er mér vísað til sætis hjá ráðgjafa sem ég lýsti raunum mínum fyrir. Hún sagði að auðvitað gæti hún selt mér allskonar fína augndropa en eina gagnið sem ég hefði af því væri að bleyta augun svo að mér liði betur í stundarkorn. Til að kaupa dropa sem gætu hjálpað í svona slæmu tilfelli þyrfti að fá resept,“ skrifar Sævar.

Heimsókn á spítala

Svo heppilega vildi til að háskólasjúkrahúsið í bænum Turku er skammt frá dvalarstað Sævars svo hann ákvað að kíkja þangað. „Þar tók ég númer sem ég hélt að væri fyrir upplýsingadeskið. En þegar númerið kom upp var ég leiddur inn í viðtal hjá hjúkrunarfræðingi. Ég sagði henni raunir mínar og langaði að vita hvert ég ætti að snúa mér. Hún sagði að ég yrði greinilega að hitta lækni og setti án frekari málalenginga strikamerkisarmband á mig. Ég fékk mér svo sæti í biðstofu og bjó mig undir langa bið innan um organdi börn, þjáða ellilífeyrisþega og þreytta og stressaða hjúkrunarfræðinga á hlaupum innan um vansvefta læknakandídata og uppgefna lækna. En þetta er skrítinn spítali. Þarna var allt starfsfólk sem ég sá afslappað, stutt í brosið, engin á hlaupum og enginn uppgefinn.“

Læknar sáu strax hvað amaði að Sævar og ávísuðu allskyns augndropum á hann. „Þetta var afslöppuð og hress ung kona sem hafði heyrt margt fallegt um Ísland og að heilbrigðiskerfið þar væri mjög gott og fólk þyrfti ekki að borga. „En það er orðin of mikil gjaldtaka í Finnlandi” sagði hún. Til dæmis yrði ég sennilega að borga milli 20 og 30 evrur fyrir að hitta hana af því að ég er hvorki barn, ellilífeyrisþegi eða öryrki og auk þess ekki inni í kerfinu. „Já, ferlegt sagði ég“ og reyndi svo að beina samræðunum í aðra átt,“ skrifar Sævar og bætir við: „Þið vitið hvernig þetta er, maður er jú Íslendingur og þar sem við erum svona fá er maður alltaf einhvern veginn meðvitaður um að reyna að gefa jákvæða mynd af landi og þjóð. Svo að ég vildi ekki láta hana pumpa mig um gjaldtöku, biðtíma og biðlista á Íslandi.“

„Við erum ekkert með posa eða peninga hér“

Sævar spurði hvort hann gæti greitt fyrr komuna á staðnum. Spurning sem kom læknum og hjúkrunarfólki mikið á óvart. „Þau horfðu á mig eins og ég væri frá annarri plánetu. „Þetta er spítali og við erum ekkert með posa eða peninga hér“ og bætti svo við með furðusvip „eruð þið með svoleiðis á Íslandi?“
Nú reyndi aftur á hæfileikann að beina samræðum í aðra átt. „Ókei,“ sagði ég í snarhasti „ég fer sem sagt með þetta blað í Apótekið og fæ lyfin þar, en þá hlýt ég að þurfa að borga?“„Já,“ sagði hjúkkan með samúðarrödd „því miður en kannski getur þú fengið eitthvað endurgreitt heima á Íslandi, þið eruð með svo gott kerfi þar, er það ekki?“

Sævar fór aftur yfir í apótekið með lyfseðilinn með hnút í maganum. Hann spurði strax hvort að lyfin yrðu ekki dýr þar sem hann fékk skýr svör. „Já því miður, segir hún, þar sem þú ert ekki barn, ellilífeyrisþegi eða öryrki og heldur ekki inni í kerfinu er ég hrædd um að þetta verði svolítið dýrt.“

Allt ferlið tók tvo klukkutíma

Í ljós kom að vikuskammtur af lyfjunum kostuðu 27 evrur eða rúmlega 3300 krónur. Heildarkostnaður Sævars fyrir þessa heimsókn var því 57 evrur eða rúmar 7.000 krónur. Kostnaður sem hefði ekki hlotist ef hann væri barn, ellilífeyrisþegi eða öryrki. „Ég ákvað klukkan eitt að koma við í apótekinu, labbaði svo beint inn af götunni á spítalann og fékk að hitta þar hjúkrunarfræðing og heimilislækni, fékk resept og sótti lyfin og allt tók þetta innan við tvo klukkutíma,“ skrifar Sævar að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma
Fréttir
Í gær

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki
Fréttir
Í gær

Talaði Trump af sér?

Talaði Trump af sér?
Fréttir
Í gær

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur