Í Mexíkó var gangaopið í íbúðarhúsi. Göngin voru sjö metra djúp og vel gerð með ljósum og veggir og loft styrkt. Gangaopið var falið undir rúmi.
CNN segir að það sé mat yfirvalda að gögnin hafi verið mjög vel úr garði gerð og það hafi tekið eiturlyfjahringinn, sem gerði þau, langan tíma að grafa þau og ganga svona vel frá þeim.
Það var þann 13. ágúst sem lögreglan komst á snoðir um gögnin eftir að lögreglumenn höfðu séð mann hegða sér undarlega framan við gamla skyndibitastaðinn. Hann var að bera plastílát inn í húsið. Lögreglumenn handtóku hann og rannsökuðu húsið í framhaldinu með aðstoð fíkniefnaleitarhunda. Í húsinu fundust fíkniefni að andvirði einnar milljónar dollara.
Þegar enn nákvæmari leit var gerð í húsinu tveimur dögum síðar fundust göngin. Maðurinn sem var handtekinn í upphafi keypti húsið í apríl en það hafði ekki verið í notkun í nokkur ár.