fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Rúmlega þúsund fóstureyðingar á Íslandi á síðasta ári

Ritstjórn DV
Föstudaginn 24. ágúst 2018 09:03

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

1.044 fóstureyðingar voru framkvæmdar á Íslandi á liðnu ári, en þetta er aðeins í annað sinn sem fóstureyðingar fara yfir þúsund hér á landi. Það gerðist síðast árið 2016 þegar 1.021 fóstureyðing var framkvæmd.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag en vísað er í tölur frá Landæknisembættinu.

Þar kemur fram að flestar þeirra kvenna sem fóru í fóstureyðingu voru á aldrinum 20-29 ára, eða 552 talsins. Tvær voru ekki orðnar fimmtán ára og sex voru 45 ára eða eldri.

Þá kemur fram að fjöldi fóstureyðinga á hverjar 100 þunganir, samanlagðan fjölda fæðinga og fóstureyðinga, var 20,4 og hefur hann ekki verið meiri.

Loks er sagt frá því að mun fleiri karlar en konur hafi gengist undir ófrjósemisaðgerð í fyrra, eða 542 á móti 96. Hefur ófrjósemisaðgerðum karla fjölgað mjög á undanförnum árum á meðan ófrjósemisaðgerðum hjá konum hefur fækkað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg