fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

116 Afríkumönnum vísað aftur til Marokkó eftir að þeir ruddust inn á spænska yfirráðasvæðið Ceuta

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 25. ágúst 2018 19:00

Ceuta. Mynd:CIA The World Factbook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á miðvikudaginn ruddust 116 Afríkumenn inn á spænska yfirráðasvæðið Ceuta sem er við Gíbraltarsund og er með 6,4 km landamæri við Marokkó. El Pais segir að mennirnir hafi klippt göt á girðinu á landamærunum og síðan hafi þeir ráðist á landamæraverði og grýtt þá með lími, rafhlöðusýru og mannasaur.

Sjö landamæraverðir meiddust í átökunum. Markmið Afríkumannanna með að komast inn á Ceuta var að sækja um hæli en um leið og þeir eru komnir inn á spænska yfirráðasvæðið eru þeir komnir til ESB.

Nú hafa Spánverjar sent alla 116 Afríkumennina aftur yfir til Marokkó. Yfirvöld í Ceuta segja að þeir hafi komið ólöglega inn í landið og hafi því verið sendir aftur til baka.

Mannúðarsamtökin Walking Borders segja að spænsk yfirvöld hafi brotið mannréttindi á Afríkumönnunum. Spænska innanríkisráðuneytið er annarrar skoðunar og segir aðgerðina vera löglega. Samningur á milli Spánar og Marokkó frá 1992 þýðir að Spánverjar geta vísað innflytjendum frá Ceuta til Marokkó.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 4 dögum

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin