fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Lögreglan varar við nýrri aðferð svikahrappa – Hátt hljóð frá tölvunni þinni er nýjasta vopn þeirra

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 26. ágúst 2018 22:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir hafa heyrt um hinar hefðbundnu aðferðir svikahrappa sem vilja komast yfir peningana fólks. Þeir senda til dæmis tölvupóst og tilkynna þér að þú hafir unnið stóran lottóvinning. Til að fá hann greiddan þarftu bara að ýta á hlekk í tölvupóstinum og fylla út greiðslukortaupplýsingarnar þínar. Svo þarf auðvitað ekki að spyrja að leikslokum, enginn vinningur fæst greiddur en greiðslukortið er þurrmjólkað.

En nú hafa hrapparnir fundið nýja leið til að reyna að svíkja fé út úr fólki. Þetta segir í aðvörun sem lögreglan á Mið- og Vestur-Jótlandi birti nýlega á Twitter. Kona hafði samband við lögregluna eftir að hafa lent í þessari nýju aðferð.

Konan var að nota tölvuna sína til að leita að mataruppskriftum á netinu. Skyndilega heyrðist mjög hátt hljóð í tölvunni. Neðst á skjánum birtist síðan blár kassi sem konan var hvött til að ýta á ef hún vildi slökkva á þessu háværa hljóði. Það gerði konan og þá birtist númer á skjánum sem hún átti að hringja í til að leysa vandamálið með aðstoð starfsmanna Microsoft. Í samtalinu við „starfsmann“ Microsoft veitti hún honum aðgang að tölvu sinni og skýrði frá persónulegum upplýsingum á borð við greiðslukortaupplýsingar. Að samtalinu loknu sótti ákveðinn efi að konunni og hún setti sig í samband við lögregluna sem ráðlagði henni að loka öllum greiðslukortum sínum samstundis.

Það er því vissara að taka því rólega ef mikill hávaði fer að berast frá tölvunni þinni. Það gæti verið að tölvuþrjótar séu að reyna að fá þig til að láta persónulegar upplýsingar af hendi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu