fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Eyjan

Yfir 1000 fóstureyðingar framkvæmdar hér á landi í fyrra

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 24. ágúst 2018 05:32

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alls voru 1,044 fóstureyðingar framkvæmdar hér á landi árið 2017, samkvæmt tölum frá Landlæknisembættinu. Morgunblaðið greinir frá. Það eru 23 fleiri en árið á undan. Er þetta í annað sinn sem fóstureyðingar hér á landi fara yfir 1000 á einu ári.

Alls fóru 552 konur í fóstureyðingu, flestar á aldrinum 20-29 ára. Alls 57% þeirra voru ekki í sambúð en um 43% voru giftar eða í sambúð.

Uppgefnar forsendur fyrir fóstureyðingu var í langflestum tilfellum sagðar félagslegar, eða í 1,007 tilfellum. Þá voru ástæðurnar sagðar læknisfræðilegar í 36 tilfellum og eitt tilfelli var ótilgreint.

Flestar konur fara í fóstureyðingu þar sem notast er við lyfjagjöf, eða 786, en 257 fóru í aðgerð. Fram að árinu 2003 voru flestar fóstureyðingar framkvæmdar með aðgerð, en fóstureyðing með lyfjagjöf hefur stórfjölgað síðan þá.

Af þeim 1,044 konum sem fóru í fóstureyðingu í fyrra höfðu alls 244 farið áður í fóstureyðingu. Alls 84 konur höfðu farið tvisvar og 48 konur höfðu farið þrisvar sinnum.

Alls 845 konur voru gengnar minna en níu vikur, 147 höfðu gengið 9-12 vikur, 37 konur voru gengnar 13-16 vikur, fjórar konur voru komnar á 17-20 viku, og níu voru gengnar yfir 20 vikur.

 

Alls 542 karlar fóru í ófrjósemisaðgerð á síðasta ári, svonefnda herraklippingu.

Alls 96 konur gengust undir ófrjósemisaðgerð. Aðgerðum karla hefur fjölgað á síðustu árum, meðan aðgerðum hjá konum hefur fækkað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Óheilindamaðurinn Bjarni Ben

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Óheilindamaðurinn Bjarni Ben
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Efins um að Valkyrjustjórnin verði að veruleika – „Eins og við séum að horfa á eitthvað leikrit“

Efins um að Valkyrjustjórnin verði að veruleika – „Eins og við séum að horfa á eitthvað leikrit“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar og talar: Er ekki ráð að treysta fólki fyrir sjálfu sér?

Steinunn Ólína skrifar og talar: Er ekki ráð að treysta fólki fyrir sjálfu sér?