Fjórir ökumenn voru handteknir á höfuðborgarsvæðinu í nótt grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis. Þrír ökumenn voru handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Einn þeirra er grunaður um vörslu fíkniefna og annar reyndist vera sviptur ökuréttindum.
Að öðru leyti var nóttin róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.