fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Leiðari

Guð blessi þig, Agnes

Kristjón Kormákur Guðjónsson, Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 24. ágúst 2018 08:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV fjallar nú um syndir kirkjunnar. Og af mörgu er að taka. Þegar Agnes M. Sigurðardóttir var skipuð biskup töldu flestir Íslendingar að bjartir tímar væru framundan, hún kæmi með ferskan andvara. Hún myndi taka kirkjuna inn í nútímann. Taka á leyndarhyggju, standa með hinum brothættum sálum og syndum yrði ekki lengur sópað undir teppið. En það er enn gamla saggalyktin í Biskupsstofu og í stað þess að standa með þolandanum, ljá honum eyra og reyna að hugga, þá eru viðbrögð yfirvaldsins þau að þagga málið niður og taka einharða afstöðu með gerandanum.

Í DV er sögð saga Þóris Stephensen sem braut kynferðislega á barni fyrir mörgum árum. Þrír biskupar hafa vitað af málinu. Sáttafundur var haldinn þar sem Þórir viðurkenndi og baðst afsökunar á ofbeldi sínu. Þolandi hans var á gamals aldri að leita sér aðstoðar hjá Stígamótum. En það er mikilvægt að benda á það að kynferðisbrot Þóris eru ekki aðalatriðið í umfjöllun DV. Umfjöllunin varpar ljósi á að enn þann dag í dag er kirkjan að bregðast þolendum og neitar að biðjast afsökunar eða læra af mistökum sínum. Þannig hefur kirkjan bæði gert geranda og þolanda í málinu mikinn óleik með því að sópa máli Þóris endurtekið undir teppið og fela prestinum embættisverk á opinberum vettvangi þar sem hann hefur predikað guðs orð í útvarpi allra landsmanna. Ef þolandinn, sem nú er eldri kona, hefði opnað fyrir útvarpið á uppstigningardag hefði hún heyrt níðing sinn predika yfir henni. Slíkt hefðu synir hennar einnig gert og barnabörnin. Kirkjan hefði aldrei átt að setja Þóri eða þolanda hans í þessa stöðu.

Yfirmenn kirkjunnar og biskup bera ábyrgð á þessu. Og vegna gamaldags vinnubragða sem Agnes hefur ekki haft kjark til að breyta fær kynferðisbrotamaðurinn opinberan vettvang til að segja okkur hinum hvernig lifa skuli lífinu, hina gullnu reglu.

Þórir ræðir við Ólaf Ragnar Grímsson, fyrrum forseta.

Árið 2015 sat Agnes á skrifstofu sinni og hlustaði á sögu þolandans og svo Þóri sem baðst afsökunar. Þrátt fyrir að hlusta á orð Þóris, þar sem hann gekkst við misgjörðum sínum, hafði það engin áhrif á stöðu hans innan Þjóðkirkjunnar. Hann hefur síðan predikað í ófá skipti á tyllidögum í kirkjum um allt land. Árið 2018 í nýafstaðinni vígslu á nýjum vígslubiskup í Skálholti sat Þórir Stephensen í öndvegi hinnar helgu stundar og spókaði sig síðan með helsta valdafólki landsins fyrir og eftir afhöfn þar sem hann lék á als oddi í boði yfirmanns síns.

DV hefur í lengri tíma unnið að þessari umfjöllun. Þegar blaðamaður DV hitti Agnesi hafði hann þau fyrirmæli frá ritstjóra sínum að sýna Agnesi virðingu. Gefa henni tækifæri til að sjá að hún hefði gert mistök. Gefa henni rétt eins og hún gaf Þóri tækifæri til að biðjast afsökunar. Hún hefði getað viðurkennt að mikil mistök hefðu átt sér stað, að hún ætlaði að laga þessa hluti. Svona myndi aldrei eiga sér stað aftur. Og við hefðum fyrirgefið henni. En hún valdi þess í stað að halda uppi merkjum gamla tímans. Hún hafði með sér tvo varðhunda sem börðu í borðið og hrópuðu þegar óþægilegar en eðlilegar spurningar byrjuðu að hljóma. Í stað þess að nota blaðamanninn til að koma afsökunarbeiðni á framfæri henti hún honum út.

Þórir ræðir við Sigríði Andersen dómsmálaráðherra.

Á Biskupsstofu var ekki ferskur andvari nýrra tíma. Þar var saggalykt og stórt teppi til að fela óþægilega hluti.

Það er rétt að enda þennan leiðara á þessum orðum: Kæra Agnes, þegar þú tókst við embætti  báru margir þá von í brjósti að tími breytinga væri handan við hornið hjá þessari íhaldssömu stofnun. Þeir hinir sömu hafa orðið fyrir sárum vonbrigðum. Leiðarahöfundar eru þar á meðal. Verklagið er hið sama, þöggunin algjör. Guð blessi þig!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fékk að heyra það frá Hödda Magg og fleirum í dag

Fékk að heyra það frá Hödda Magg og fleirum í dag
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Opnuðu brúðkaupsgjöfina 9 árum eftir brúðkaupið – Lásu kortið og áttuðu sig á skelfilegum mistökum sínum

Opnuðu brúðkaupsgjöfina 9 árum eftir brúðkaupið – Lásu kortið og áttuðu sig á skelfilegum mistökum sínum
EyjanFastir pennar
Fyrir 8 klukkutímum

Björn Jón skrifar: Þankar um aga og uppeldi

Björn Jón skrifar: Þankar um aga og uppeldi
Eyjan
Fyrir 8 klukkutímum

Jón Björn ráðinn framkvæmdastjóri hjá Íþróttasambandi fatlaðra

Jón Björn ráðinn framkvæmdastjóri hjá Íþróttasambandi fatlaðra
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

,,Skipti engu máli hvað við gerðum, hann var alltaf bestur“

,,Skipti engu máli hvað við gerðum, hann var alltaf bestur“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Stefán Einar hraunar yfir Mannréttindastofnun Íslands – „Ömurlegur, algjörlega tilgangslaus fjáraustur í boði Sjálfstæðisflokksins“

Stefán Einar hraunar yfir Mannréttindastofnun Íslands – „Ömurlegur, algjörlega tilgangslaus fjáraustur í boði Sjálfstæðisflokksins“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Stjarna varð manni að bana og lokaði fyrir alla aðganga á samskiptamiðlum – Talinn hafa verið undir áhrifum vímuefna

Stjarna varð manni að bana og lokaði fyrir alla aðganga á samskiptamiðlum – Talinn hafa verið undir áhrifum vímuefna
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Stórleikurinn fer fram í dag þrátt fyrir snjókomuna

Stórleikurinn fer fram í dag þrátt fyrir snjókomuna