fbpx
Sunnudagur 06.apríl 2025

Listamannaspjall Odee – „Þegar ég var að vinna að verkum fyrir sýninguna þá opnaðist ný vídd fyrir mér“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 24. ágúst 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á morgun laugardag kl. 14 verður myndlistamaðurinn Odee með listamannaspjall um nýjustu verk sín af sýningunni „Circulum“ í Gallerí Fold. 

Odee, Oddur Eysteinn Friðriksson, hefur á stuttum tíma vakið mikla athygli bæði hér heima og erlendis fyrir áhugaverða og umdeilda listsköpun.

Odee vinnur mest með svokallaða „digital fusion“ eða „visual mashup“ list, sem hann kallar samrunalist á íslensku. Þar blandar hann saman efni úr menningu samtímans og popplist til þess að skapa ný sjálfstæð verk. Áður en hann hóf listferil sinn stundaði hann nám í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri, með áherslu á markaðsfræði og stjórnun.

„Circulum“ kallast sýning Odee og það sem einkennir hana er form hringsins. „Þegar ég var að vinna að verkum fyrir sýninguna þá opnaðist ný vídd fyrir mér. Þessi einfalda hugmynd að breyta formi verksins í hringlaga verk í stað ferhyrnds varð til þess að nýr kafli í mínum stíl hófst,“ segir Odee.

Hvert verk er svipmynd af þeim degi sem það er skapað. Öll verkin eru samsettar klippimyndir úr menningu sem hefur haft mótandi áhrif á hann á einn eða annan hátt. Þessar táknmyndir úr menningunni fléttar hann saman í skipulagða óreiðu sem hann leikur sér svo með.

Verkin á sýningunni eru brædd í álplötur í New York með sérstakri tækni. Platan og blekið er hitað upp þannig að blekið umbreytist í gas og smýgur inn í yfirborð álsins. Síðan er verkið húðað með glærri filmu sem verndar bæði og gefur fallega áferð.

Viðburður á Facebook.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Klopp vildi fá annan leikmann frekar en Salah – ,,Hann á eiga það að hann hlustaði á okkur“

Klopp vildi fá annan leikmann frekar en Salah – ,,Hann á eiga það að hann hlustaði á okkur“
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Harmleikur í litlu lögregluliði – Fjögur sjálfsvíg á sex vikum

Harmleikur í litlu lögregluliði – Fjögur sjálfsvíg á sex vikum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Vill fá sex leikmenn til Liverpool

Vill fá sex leikmenn til Liverpool
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Fiskikóngnum gróflega misboðið – „Er ekki allt í lagi með ykkur ??“

Fiskikóngnum gróflega misboðið – „Er ekki allt í lagi með ykkur ??“
Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

Þessi ísskápsmistök gera margir

Þessi ísskápsmistök gera margir
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

De Bruyne ætlar ekki að elta peningana

De Bruyne ætlar ekki að elta peningana
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fengu á sig fyrsta markið í 25. sinn á tímabilinu og bættu met

Fengu á sig fyrsta markið í 25. sinn á tímabilinu og bættu met
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Daði Már vill hæft fólk í stjórnir – Inga skipaði bara sitt fólk

Daði Már vill hæft fólk í stjórnir – Inga skipaði bara sitt fólk