fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Stórstjarna tók upp myndband á Íslandi

Ritstjórn DV
Laugardaginn 25. ágúst 2018 16:00

Avril Lavigne

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslensk náttúra mun leika stórt hlutverk í væntanlegu tónlistarmyndbandi kanadísku stórstjörnunnar Avril Lavigne, sem tekið var upp hérlendis á dögunum. Lavigne gaf síðast út plötu árið 2013 og síðasta lag hennar, „Fly“ kom út í apríl 2015. Ef marka má Instagram-síðu söngkonunnar bíða fjölmargir aðdáendur hennar um allan heim í ofvæni eftir nýju efni frá henni.

Leikstjóri myndbandsins er breski leikstjórinn Elliot Lester. Hann er þekktur fyrir kvikmyndir á borð við Blitz (2011) sem skartaði Jason Statham í aðalhlutverki, og myndarinnar Aftermath (2017), með goðsögninni Arnold Schwarzenegger í aðalhlutverki. Lester hefur einnig tekið upp tónlistarmyndbönd í hjáverkum og á Instagram-síðu hans má sjá fjölmargar myndir frá Íslandi sem og af honum og Lavigne í ótilgreindu kvikmyndaveri.

Meðal annars birtir leikstjórinn myndir frá Vík í Mýrdal, Sólheimajökli og Hveragerði auk fallegra mynda af norðurljósunum. Avril Lavigne tilkynnti opinberlega árið 2016 að hún væri að vinna að nýrri plötu. Síðan hefur lítið heyrst og því er með öllu óráðið hvenær Íslandsmyndband stjörnunnar lítur dagsins ljós.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“
Fréttir
Í gær

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“
Fréttir
Í gær

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Í gær

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks