fbpx
Laugardagur 14.desember 2024

Kara Kristel: „Það má ekki vanmeta hvað það er ótrúlega næs að sofa einn“

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 24. ágúst 2018 10:30

Mynd tók - Tara Sóley

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Jæja hvað segirðu? Ertu ekki enn komin með mann? Ekki? Engar áhyggjur hann kemur bráðum.“ Þetta er stutt dæmi um orðræðu sem við, einhleypa fólkið, þekkjum alltof vel. Maður reynir að jánka góðlega og gefa í skyn að allt sé á fullu í tilhugalífinu þegar raunin er sú að það eina sem maður getur státað af er samansafn misheppnaðra tindersamtala og mögulega hjásvæfur sem aldrei hringdu aftur en dunda sér við að fylgjast með manni á Instagram.

Tilhugalífið á samfélagsmiðlum getur orðið einhvers konar vítahringur. Á meðan maður er að hundsa einhvern vonbiðil þá er einhver að hundsa okkur. „Markaðurinn“ á Íslandi er líka svo lítill að um leið og þú sérð einhvern sem þú hefur áhuga á er meira en líklegt að hann sé búinn að sofa hjá bestu vinkonu þinni, systur hennar eða frænku þinni. Ef ekki, þá er hann fyrrverandi kærasti systur vinar þíns eða … þið skiljið. Ef hann fellur ekki undir þetta þá er hann pottþétt frændi þinn. Það er öllu verra ef það kemur í ljós eftir ástríðufulla nótt.

Við sem erum á lausu höfum eflaust öll einhvern tímann hugsað, djöfull væri næs að geta kúrað yfir Netflix og kvartað yfir einhverju sem kom fyrir þann dag, eða hafa einhvern til að fara í búðina með, gera heimilistörfin með og svo framvegis. Stór galli við það að vera á lausu er að þegar maður er kominn á ákveðinn aldur fylgist maður með vinum sínum fjárfesta í fasteign með makanum, flytja inn saman, stofna fjölskyldu og maður er bara heppinn ef þau hafa einhvern tíma til þessa að hitta mann og flippa aðeins.

Þó að það sé viss galli við að eiga ekki kærasta til að deila öllu með þá eru kostirnir líka margir. Það fylgir því svo mikið frelsi að geta tekið allar ákvarðanir út frá sjálfum sér og þurfa ekki að hafa áhyggjur hvað maka finnst um neitt. Maður lærir að elska sjálfan sig, maður kynnist sjálfum sér svo vel og verður sjálfstæðari. Það má ekki vanmeta hvað það er ótrúlega næs að sofa einn, eða oftast næs.

Við getum samt öll verið sammála um það að enginn vill vera einn að eilífu, engan langar að deyja einn. En þangað til við finnum réttu manneskjuna til að velja gráa málningu á stofuvegginn með okkur, höldum við áfram að vakna við hliðina á einhverjum sem við þekkjum ekki mikið, með úfið hár og andremmu. Eða þá bara úthvíld eftir góðan nætursvefn án truflana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Harmleikurinn í Kiðjabergi – Gediminas varð Victoras að bana

Harmleikurinn í Kiðjabergi – Gediminas varð Victoras að bana
Eyjan
Fyrir 9 klukkutímum

Líf sendir Einari væna pillu – „Hér má sjá algera uppgjöf og metnaðarleysi borgarstjóra“

Líf sendir Einari væna pillu – „Hér má sjá algera uppgjöf og metnaðarleysi borgarstjóra“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Hraunaði yfir eigin leikmann eftir gærkvöldið

Hraunaði yfir eigin leikmann eftir gærkvöldið
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Lýsir súrealísku augnabliki – Var beðinn um að hringja í Gylfa Þór og bjóða honum út að borða

Lýsir súrealísku augnabliki – Var beðinn um að hringja í Gylfa Þór og bjóða honum út að borða
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Vestri staðfestir komu Ganverja

Vestri staðfestir komu Ganverja
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Þórhildur segir þetta einu ástæðuna fyrir því að fólk eigi að vera í sambandi

Þórhildur segir þetta einu ástæðuna fyrir því að fólk eigi að vera í sambandi

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.