Rekkjan setur nýtt áklæði á rúmbotninn
Rekkjan heilsurúm er ein þekktasta rúmaverslun landsins og hefur stuðlað að góðum svefni landsmanna í áratugi. Núna býður Rekkjan gömlum viðskiptavinum sem og öðrum eigendumrúma með bólstraðra botna upp á áhugavert tilboð: Að setja nýtt áklæði á rúmbotna sem farnir eru að láta á sjá. Rekkjan getur sótt rúmbotnana heim til eigenda, bólstrað þá og skilað þeim til baka. Rúmið breytir um útlit við þetta en hægt er að skipta um lit á áklæðinu. Litir í boði eru t.d. svart, hvítt, brúnt og grátt.
Verðið á þessari þjónustu er nokkuð breytilegt eftir stærð rúmanna og búsetu eigendanna. Eitt dæmi er bólstrun á Queen-rúmbotni sem er 150X200, hjá fólki sem býr á höfuðborgarsvæðinu. Verðið er 35.900 krónur.
Rekkjan er til húsa að Ármúla 44, 108 Reykjavík, á horni Ármúla og Grensásvegar. Opið er mánudaga til föstudaga frá kl. 10 til 18 og laugardaga frá 11 til 16. Gaman er að koma í versluninni og skoða frábært úrval af gæðarúmum og rúmfatnaði. Heimasíðan er Rekkjan.is og Rekkjan er líka á Facebook.