Virgil van Dijk, leikmaður Liverpool, var besti varnarmaður Bretlands er hann lék fyrir Celtic í Skotlandi. Hann samdi við liðið árið 2013.
Þetta segir Chris Sutton, fyrrum framherji Chelsea en hann fylgdist mikið með Van Dijk í skosku úrvalsdeildinni.
Van Dijk er í dag dýrasti varnarmaður heims en hann gekk í raðir Liverpool frá Southampton í janúar.
,,Jafnvel þegar Virgil van Dijk var að byrja ferilinn hjá Celtic þá horfði ég til ensku úrvalsdeildarinnar og tel að enginn varnarmaður hafi verið betri,“ sagði Sutton.
,,Ég fékk þau forréttindi að horfa á hann hjá Celtic eftir að hann hafði komið frá Groningen í Hollandi árið 2013.“
,,Það var strax hægt að sjá öll gæði hans sem hann sýndi í leiknum gegn Crystal Palace á mánudaginn.“