https://www.facebook.com/www.dv.is/videos/263365604285260/
Klukkan 13:00 í dag mun rapparinn og taktsmiðurinn Friðrik Róbertsson, betur þekktur sem Floni, koma fram í beinni útsendingu í DV Tónlist.
Floni, sem er aðeins 19 ára gamall, er einn efnilegasti rappari þjóðarinnar. Rapparinn gaf út sína fyrstu plötu undir heitinu „Floni“ í lok árs 2017. Platan sló samstundis í gegn og röðuðu níu lög á plötunni í níu efstu sætin á lista Spotify yfir þau lög sem mest eru spiluð á streymisveitunni á Íslandi. Í júní kom út lagið „Party“ sem fór rakleiðis á topplista og það sama má segja um lagið „OMG“ sem kom út núna í lok júlí.
Útsendingin hefst kl. 13:00 á DV.is.
Ítarlegt viðtal við Flona verður birt á vef DV.is laugardaginn 25. ágúst.