Jurgen Klopp, stjóri Liverpool á Englandi, viðurkennir það að hann hafi verið í basli eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Real Madrid í maí.
Markvörðurinn Loris Karius gerði sig sekan um tvö mistök í leiknum sem endaði á að kosta Liverpool verulega í 3-1 tapi.
Klopp vissi ekki hvernig hann átti að ræða við Karius eftir mistökin og sagði mjög lítið við landa sinn í leikslok.
,,Ég er mikill aðdáandi þess að bara halda kjafti ef þú veist ekki hvað þú átt að segja,“ sagði Klopp.
,,Fyrir utan nokkur huggandi orð þá var ég ekki með réttu orðin. Ég hafði ekki hugmynd um hvað ég ætti að segja.„