Eignarhaldsfélagið Prospectus ehf. hefur verið lýst gjaldþrota og Steinar Þór Guðgeirsson hæstaréttarlögmaður skipaður skiptastjóri.
Prospectus ehf. var í eigu Matthíasar Björnssonar, sem rekið hefur bókhaldsþjónustu í Nóatúni um langt skeið, en hann var einnig lengi fjármálastjóri tímaritaútgáfunnar Birtíngs, sem hefur gefið út Mannlíf, Vikuna, Gestgjafann og Hús og híbýli.
Prospectus ehf. var einmitt hluthafi í Birtíngi, en seldi hlut sinn til Róberts Wessman og félaga í Dalnum á síðasta ári eftir átökin um yfirráð í Pressunni.