fbpx
Sunnudagur 06.apríl 2025
433Sport

Ferguson þolir ekki Raiola – Algjör fáviti

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 22. ágúst 2018 09:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mino Raiola, umboðsmaður Paul Pogba, ákvað að tjá sig á Twitter í gær og ræddi þar fyrrum miðjumann Manchester United, Paul Scholes.

Scholes hefur gagnrýnt franska miðjumanninn í sumar en hann hefur borið fyrirliðaband United í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins.

Raiola er kominn með nóg af Scholes og segir honum að gerast yfirmaður knattspyrnumála United svo hann geti sagt félaginu að selja leikmanninn.

Sir Alex Ferguson, fyrrum stjóri United, líkaði aldrei við Raiola sem kom Pogba burt frá United árið 2012 áður en hann samdi aftur við liðið 2016.

Ummæli Ferguson um Raiola vekja nú athygli en hann er alls enginn aðdáandi umboðsmannsins sem á það til að vera mjög litríkur.

,,Það eru einn eða tveir umboðsmenn í boltanum sem mér líkar einfaldlega ekki við og Mino Raiola er einn af þeim,“ sagði Ferguson um Raiola.

,,Paul Pogba? Hann er með ömurlegan umboðsmann. Algjöran fávita. Við vissum vel hversu góður hann var og hann er það enn. Við buðum honum besta samninginn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Byrjunarliðin í fyrsta leik Bestu deildarinnar – Tobias Thomsen leiðir línuna

Byrjunarliðin í fyrsta leik Bestu deildarinnar – Tobias Thomsen leiðir línuna
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Opnar sig um erfitt þunglyndi: Segist hafa verið stunginn í bakið – ,,Ég var ekki lengur ástfanginn“

Opnar sig um erfitt þunglyndi: Segist hafa verið stunginn í bakið – ,,Ég var ekki lengur ástfanginn“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

De Bruyne ætlar ekki að elta peningana

De Bruyne ætlar ekki að elta peningana
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Spá fyrir Bestu deildina – 1. sæti: Áhyggjur af miðvarðastöðunni en titillinn áfram í Kópavogi

Spá fyrir Bestu deildina – 1. sæti: Áhyggjur af miðvarðastöðunni en titillinn áfram í Kópavogi