fbpx
Sunnudagur 06.apríl 2025

Samtal listamanna – Ragnar Kjartansson og Theaster Gates

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 23. ágúst 2018 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Listasafn Reykjavíkur og Nasher Sculpture Center kynna samtal listamannanna Ragnars Kjartanssonar og Theaster Gates. Listamennirnir ræða um listsköpun sína í tengslum við gjörninga. Þeir eru báðir þekktir fyrir margbrotin verk þar sem gjörningar eru hluti rýmis- og/eða myndbandsverka eða eru tímabundin inngrip í rými eða samfélag. Samtalið fer fram í kvöld kl. 18.
 
Verk Ragnars Kjartanssonar eru Íslendingum vel kunn og er skemmst að minnast stórrar yfirlitssýningar á verkum hans sem haldin var í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsi á síðasta ári.
 
Theaster Gates er, eins og Ragnar, leiðandi í heimi alþjóðlegrar samtímalistar. Hann hefur alla tíð búið í fátækari hluta Chicago. Þar hefur hann beitt sér fyrir verkefnum sem eru eins konar samfélagskúlptúrar og haft umtalsverð áhrif á líf og störf íbúa fátækari hverfa Chicago.
 
Viðburðurinn er hluti af umræðudagskrá Nasher Sculpture Center sem haldin er árlega á ólíkum stöðum í heiminum. Nasher Sculpture Center starfar í Dallas í Bandaríkjunum og veitir árlega hin virtu Nasher-verðlaun. Theaster Gates er handhafi verðlaunanna í ár.
 
Markús Þór Andrésson, deildarstjóri sýninga og miðlunar leiðir samtalið.
 
Ókeypis aðgangur.
 
Hægt verður að fylgjast með samtalinu í beinni útsendingu á netinu í gegnum Facebook-síðu Nasher Sculpture Center.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Klopp vildi fá annan leikmann frekar en Salah – ,,Hann á eiga það að hann hlustaði á okkur“

Klopp vildi fá annan leikmann frekar en Salah – ,,Hann á eiga það að hann hlustaði á okkur“
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Harmleikur í litlu lögregluliði – Fjögur sjálfsvíg á sex vikum

Harmleikur í litlu lögregluliði – Fjögur sjálfsvíg á sex vikum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Vill fá sex leikmenn til Liverpool

Vill fá sex leikmenn til Liverpool
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Fiskikóngnum gróflega misboðið – „Er ekki allt í lagi með ykkur ??“

Fiskikóngnum gróflega misboðið – „Er ekki allt í lagi með ykkur ??“
Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

Þessi ísskápsmistök gera margir

Þessi ísskápsmistök gera margir
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

De Bruyne ætlar ekki að elta peningana

De Bruyne ætlar ekki að elta peningana
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fengu á sig fyrsta markið í 25. sinn á tímabilinu og bættu met

Fengu á sig fyrsta markið í 25. sinn á tímabilinu og bættu met
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Daði Már vill hæft fólk í stjórnir – Inga skipaði bara sitt fólk

Daði Már vill hæft fólk í stjórnir – Inga skipaði bara sitt fólk