fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024

Sólveig skrifar um vandræði foreldra vegna frídaga í skólum – „Svona lítur „quality“ stund út með foreldrum sem eiga hefðbundið 24 daga frí á ári“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 21. ágúst 2018 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grunnskólar landsins hefjast í þessari viku að loknu sumarfríi og bíða bæði skólabörnin og foreldrar þeirra spennt eftir að rútína haustsins og vetrarins hefjist á ný.

Hins vegar er ljóst þegar skóladagatalið er skoðað að fjöldi foreldra þarf að „púsla“ allan veturinn vegna ýmissa frídaga sem barn/börn þeirra verða í.

Sólveig Ragnheiður Gunnarsdóttir sem á eina dóttur á skólaaldri skrifaði í gær færslu á Facebook, sem hefur vakið mikla athygli, enda kannast ótal margir foreldrar við lýsinguna.

Þar kemur fram að hún og maður hennar þurfa að taka 73 daga frí frá vinnu vegna ýmis konar daga í skólanum, sá dagafjöldi á líklega við marga fleiri foreldra.

„Auk þess erum við með bæði leikskólabarn og dagmömmubarn, við það bætist 5 starfsdagar sem eru ekki á sama tíma og starfsdagar grunnskóla og 1 frídagur dagforeldra. Auk þess er ekki samræmi á sumarfrísdögum dagforeldra, leikskóla og grunnskóla,“ segir Sólveig.

Sólveig segir í viðtali við DV að hún hafi skrifað færsluna út frá foreldrum og börnum. „Ég er ekki að einblína á kennarastéttina, enda er þetta ekki og á ekki að vera árás á þá.“

Sólveig nefnir að hún hafi líka heyrt frá leikskólakennurum að þeir eru líka að lenda í vandræðum með sín börn í grunnskólum.

„Svo er mikill kostnaður í auka námskeiðum, og aðeins lögheimilisforeldri sem getur skráð á námskeið (þannig skilnaðarbörn lenda oft í vandræðum), ég er heppin að vera ekki í þeim hópi en hef heyrt margar sögur af slíku,“ segir Sólveig.

Eftir að hún birti færsluna hafa foreldrar haft samband við hana: „Svo eru einstæðir foreldrar búnir að senda á mig líka, þar sem maki eða ömmur og afar eru ekki einu sinni inn í myndinni og þar er þetta ennþá erfiðara.

Dóttir Sólveigar mætti með henni í vinnuna í gær. „Auðvitað ná flestir að láta þetta ganga upp og dóttir mín situr hér með mér í vinnunni enn einn daginn, en þráir að byrja í skólanum. Við erum búnar að eiga frábært frí saman – ferðast bæði innanlands og erlendis – en nú er bara allt frí búið og ég þegar búin að taka launalausa daga í aðlögun hjá yngri krökkunum báðum,“ segir Sólveig.

„Þetta er bara óþarfa stress, mikið af fríum og púsluspil. Vonandi verður þetta jákvæð vakning fyrir ríkisstjórnina, og menntamálaráðherra til að taka skólakerfið til endurskoðunar.“

50x dagar : sumarfrí grunnskólabarna (7.júní – 22.ágúst)
5x dagar : starfsdagar kennara yfir skólatímabilið = frí barna
5x dagar vetrafrí : frí barna
4x dagar jólafrí : viðbótarfrí barna (jólafríið er frá 21.des til og með 3.jan)
3x dagar í páskafrí : viðbótarfrí barna (páskafrí frá 13.apríl til og með 23.apríl)

67x dagar í frí á ári að undanskildum þeim dögum sem skilgreindir eru í kennslu:

180 dagar í kennslu, þar af:
4x dagar í foreldraviðtöl (þar af 2 heill frídagur, 2×1/2 frídagur)
1xdagur í skólaslit (1 klst)
1xdagur í skólasetning (1 klst)
1xdagur í samsöng (1/2 dagur)
1xdagur jólaskemmtun (1/2 dagur)

Samtals: 6 dagar til viðbótar

Fjöldi daga sem foreldrar þurfa að taka sér frí, launalaust frí, kaupa námskeið, kaupa auka frístund eða reiða sig vini og fjölskyldu:

73x vinnudagar á ári.

Auk þess erum við með bæði leikskólabarn og dagmömmubarn, við það bætist 5 starfsdagar sem eru ekki á sama tíma og starfsdagar grunnskóla og 1 frídagur dagforeldra. Auk þess er ekki samræmi á sumarfrísdögum dagforeldra, leikskóla og grunnskóla.

79 dagar á ári sem við Karl & fjölmargir foreldrar þurfa að púsla saman.

Ath. starfsdagar kennara eru 8 utan starfstíma nemenda og 5 yfir starfstíma nemenda.

Við hljótum að geta gert betur, atvinnulífið hlítur að geta mætt skólanum og skólinn atvinnulífinu. Þetta er spurning um jafnréttismál barna og foreldra.

Sumarfríið er of langt ef íslensk börn þurfa að læra í sumarfríinu til að falla ekki aftur um 3 mánuði í lestri. En á sama tíma hljóta frídagar starfsmanna að vera of fáir. Og allt þetta hefur örugglega áhrif á velíðan barna og foreldra, námsárangur og framlegð í landinu.

Þetta er ekki spurning um að foreldrar vilji ekki eyða tíma með börnunum sínum, sem er búið að henda alltof oft upp í fjölmiðlum og flestir foreldrar á Íslandi eru með nagandi foreldrasamviskubit yfir. Hér áður fyrr var líka algengt að ömmur og afar væru kannski kominn á eftirlaun eða heimavinnandi, það hefur breyst mikið. Fyrir utan það að þá er fólk eins og ég og Karl sem erum ekki með afar eða ömmur í Reykjavík. Við erum ekki einu foreldrarnir í þeirri stöðu.

Svona lítur „quality“ stund út með foreldrum sem eiga hefðbundið 24 daga frí á ári og engar úrlausnir eru í boði eftir að sumarfríi lýkur.

Sophie Eik mætti með mömmu sinni í vinnuna í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Þau fundu ástina árið 2024

Þau fundu ástina árið 2024
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fyrrum leikmaður United hraunar yfir liðið og sérstaklega einn leikmann

Fyrrum leikmaður United hraunar yfir liðið og sérstaklega einn leikmann
Pressan
Fyrir 22 klukkutímum

Hún virtist eiga hið fullkomna líf – Sannleikurinn kom í ljós eftir að eiginmaður hennar fannst látinn

Hún virtist eiga hið fullkomna líf – Sannleikurinn kom í ljós eftir að eiginmaður hennar fannst látinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gummi Ben ræðir son sinn Albert og skrefið í sumar – „Þá hef ég trú á að góðir hlutir gerist“

Gummi Ben ræðir son sinn Albert og skrefið í sumar – „Þá hef ég trú á að góðir hlutir gerist“
Fréttir
Í gær

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi
433Sport
Í gær

Rashford sagður öskuillur yfir þessu útspili Manchester United

Rashford sagður öskuillur yfir þessu útspili Manchester United