Jurgen Klopp, stjóri Liverpool á Englandi, segir að félagið muni aldrei geta eytt eins háum upphæðum í leikmenn og Manchester City og Paris Saint-Germain.
PSG og City hafa eytt mikið í leikmenn síðustu ár en það fyrrnefnda keypti til að mynda Neymar frá Barcelona á 200 milljónir punda.
Liverpool hefur verið duglegt að fá til sín leikmenn undir stjórn Klopp en hann segir að það sé ekki hægt að bera þessi félög saman.
,,Ekki séns, ekki séns, ekki séns,“ sagði Klopp þegar hann var spurður út í hvort félagið gæti eytt svo hárri upphæð.
,,Við erum ekki með eins eigendur og þessi tvö félög. Það er þak á því sem við getum eytt.“