Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool, segir að liðið eigi besta varnarmann ensku úrvalsdeildarinnar í dag.
Carragher greindi frá þessu í gær eftir 2-0 sigur Liverpool á Crystal Palace en Virgil van Dijk spilaði vel í sigri liðsins.
Van Dijk hefur staðið sig með prýði á Anfield eftir að hafa komið frá Southampton fyrr á árinu.
Carragher telur að Van Dijk sé besti varnarmaður deildarinnar eins og er og telur að hann hjálpi liðinu mikið í titilbaráttu.
,,Ég vissi að Van Dijk væri góður leikmaður en hann er mun betri en ég hélt að hann væri,“ sagði Carragher.
,,Við höfum alltaf sagt það að Liverpool geti ekki unnið deildina útaf vörn liðsins en nú eru þeir með Van Dijk sem er besti hafsent deildarinnar að mínu mati.“