Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var næstum búinn að hætta við það að fá Alisson frá Roma í sumar en hann er nú aðalmarkvörður liðsins.
Alisson tekur við af Loris Karius í marki Liverpool en sá síðarnefndi var mjög slakur í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í maí er Liverpool tapaði 3-1 gegn Real Madrid.
Klopp var þó ekki hrifinn af því hvernig stuðningsmenn kenndu Karius algjörlega um sem neyddi hann næstum til að gefa landa sínum annan séns.
,,Við sáum einfaldlega betri markvörð og keptum hann. Ég sagði Karius ekki það sem hann vildi heyra,“ sagði Klopp.
,,Úrslit Meistaradeildarinnar höfðu ekkert með þetta að gera. Jafnvel ef við hefðum unnið keppnina og Alisson væri fáanlegur þá hefðum við keypt hann.“
,,Fólk var mjög neikvætt í garð Karius eftir úrslitaleikinn og reyndu að inniloka hann. Eftir það var ég mjög nálægt því að sleppa því að fá Alisson og halda mig við Karius.“
,,Við þurftum þó að vera atvinnumenn í okkar starfi. Við verðum að vera með bestu leikmennina í öllum stöðum.„