Nudd og vellíðan, Hlíðasmára 2, Kópavogi
Nudd er áhrifarík leið til að draga úr streitu, spennu og verkjum í vöðvum og beinum. Nudd dregur jafnframt úr andlegri streitu og kvíða og vinnur gegn þunglyndi. Nuddstofan Nudd og vellíðan býður upp á nokkrar tegundir af hágæðanuddi á sanngjörnu veðri.
Slökunarnudd er meðal þess sem í boði er, en það er endurnærandi og slakandi nudd sem mýkir vöðva og dregur úr spennu í líkamanum. Í partanuddi er lögð áhersla á ákveðin svæði og líkamshluta eftir þörfum hvers og eins. Íþróttanudd miðar að því að auka blóðflæði og flýta endurbata eftir erfið líkamleg átök.
Í steinanuddi eru sérstakir steinar notaðir til að hitta á lykilpunkta á líkamanum til að slaka á vöðvum og auka blóðflæði. Sérstakri nuddtækni er beitt samhliða þessu. Steinanudd er gott fyrir þá sem vilja fá djúpa vöðvaslökun án beitingar fastra strokna.
Í svæðanuddi er fótanudd þar sem punktar sem hafa áhrif á ákveðin svæði á líkamanum eru örvaðir til að ná fram slökun og vellíðan.
Paranudd er rómantísk nýjung í boði hjá Nudd og vellíðan. Paranudd hjá Nudd og vellíðan er einstakt að því leyti að stofan býr yfir sérhannaðri aðstöðu sem leyfir pörum að njóta nuddsins saman og spjalla meðan á nuddinu stendur, í stað þess að vera lokuð af hvort í sínu herberginu.
Nudd er góð og heilsusamleg gjöf og eru hagstæð gjafabréf í boði hjá Nudd og vellíðan. Gjafabréf er hægt að panta á vefsíðu nuddstofunnar, http://www.nuddogvellidan.is/kaupa-gjafabref/, og eru þau yfirleitt tilbúin til afgreiðslu samdægurs. Sem fyrr segir er stofan til húsa að Hlíðasmára 2, Kópavogi. Nánari upplýsingar og tímabókanir eru á vefsíðunni www.nuddogvellidan.is. Einnig er hægt að bóka með tölvupósti á netfangið nudd@nuddogvellidan.is og fá nánari upplýsingar í síma 788-0070.