fbpx
Föstudagur 16.ágúst 2024

Drottningin á Júpíter býður til útgáfuhófs

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 21. ágúst 2018 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðvikudaginn 22. ágúst kemur út skáldsagan Drottningin á Júpíter eftir Júlíu Margréti Einarsdóttur. Bókin er þriðja bók höfundar en áður hefur hún gefið út nóvelluna Grandagallerí og ljóðabókina Jarðarberjatungl.
Júlía Margrét hefur lokið MA námi í ritlist við HÍ og MFA í handritagerð við New York Film Academy.
Drottningin á Júpíter segir frá Elenóru Margréti Lísudóttur og helstu áhrifavöldum í lífi hennar: móðurinni Lísu sem dó úr depurð, sirkússtjóranum Lilla Löve, hinni dularfullu Mónu og lækninum í Vesturbænum, Benedikt Schneider.
Í ljóðrænni frásögn á milli draums og veruleika ferðast Elenóra um landið allt (og jafnvel sólkerfið) með sirkúsnum sínum. Þar fyrir utan hangir hún á Bravó á Laugavegi með vini sínum Starkaði Krumma Sirkússyni, krummanum sem vaktar barinn og röflar í kráargestum.
Úgefandi er Bókaútgáfan Deus.
Útgáfuhófið verður haldið á Loft Hostel, kl. 17 miðvikudaginn 22. ágúst – og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir!

Viðburður á Facebook.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Leita ökumanns sem keyrði á unglingsstúlku í Kópavogi og flúði af vettvangi

Leita ökumanns sem keyrði á unglingsstúlku í Kópavogi og flúði af vettvangi
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Líkleg byrjunarlið United og Fulham í kvöld – Nýir menn byrja og Fernandes í fremstu víglínu

Líkleg byrjunarlið United og Fulham í kvöld – Nýir menn byrja og Fernandes í fremstu víglínu
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fer yfir erfitt sumar þar sem tveir nákomnir honum létust – „Þetta er mjög erfitt“

Fer yfir erfitt sumar þar sem tveir nákomnir honum létust – „Þetta er mjög erfitt“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Óhugnanlegar tölur – Hafa ekki verið svona háar í 20 mánuði

Óhugnanlegar tölur – Hafa ekki verið svona háar í 20 mánuði