fbpx
Laugardagur 29.mars 2025
Fréttir

Hefur þú áhuga á að nota þetta salerni fyrir 500 krónur?

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 19. ágúst 2018 20:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðjón Rúnar Sigurðsson birtir þessar myndir af fremur subbulegu salerni við tjaldstæði eitt hér á landi. Fyrir þá em ekki tjalda á svæðinu og hafa greitt fyrir það en eiga leið um svæðið kotar 500 krónur að nota salernið. Guðjón birti myndirnar og eftirfarandi texta í Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar:

Þessi „glæsilega“ salernisaðstaða er í boði á tjaldstæði á ónefndum stað á Íslandi. Já og vinsamlega borgið 500 krónur fyrir afnot ef þið eigið leið framhjá og gistið ekki á svæðinu. Er þetta boðlegt? Ekkert virkt gæðaeftirlit á landsvísu?

Skömmu síðar hvarf færslan úr birtingu í hópnum. DV setti sig í samband við Guðjón og fékk staðfest að færslan hefði ekki horfið af hans völdum og hann stendur við orð sín. Guðjón segir:

„Hef þó óljósan grun um að síðunni sé stjórnað m.a. af þeim sem hagsmuna eiga að gæta innan ferðaþjónustunar. Þess vegna má bara fjalla um og birta það sem vel er gert, en ekki það sem er miður og gæti valdið skaða. Kalt mat frá mér er að íslensk ferðaþjónusta er að rotna innan frá vegna þess að ekki er tekið á þeim sem eru að valda skaða í greininni. Þetta sjáum við sem erum mikið í því að ferðast og nýta okkur þjónustuna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íslenskir og breskir skipstjórar hittust í fyrsta sinn síðan í þorskastríðunum – Notuðu kartöflur sem vopn

Íslenskir og breskir skipstjórar hittust í fyrsta sinn síðan í þorskastríðunum – Notuðu kartöflur sem vopn
Fréttir
Í gær

Benda á að Ásdís lækki aðeins um 1,8 prósent í launum en bæjarfulltrúar um 10 prósent

Benda á að Ásdís lækki aðeins um 1,8 prósent í launum en bæjarfulltrúar um 10 prósent
Fréttir
Í gær

Gufunesmálið: Vinkona hins látna minnist hans – Heilabilun gerði hann varnarlausan gagnvart misindisfólki

Gufunesmálið: Vinkona hins látna minnist hans – Heilabilun gerði hann varnarlausan gagnvart misindisfólki
Fréttir
Í gær

Mál Írisar Helgu vindur upp á sig – Boðið að samþykkja nálgunarbann og sagðist saklaus af umsáturseinelti degi síðar

Mál Írisar Helgu vindur upp á sig – Boðið að samþykkja nálgunarbann og sagðist saklaus af umsáturseinelti degi síðar