Píratar útiloka slíkt samstarf líka – Fæstir virðast vilja vinna með Sjálfstæðisflokknum
Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, hefur ekki skipt um skoðun hvað varðar afstöðu hennar til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn nú eftir kosningar. Heimir Már Pétursson stýrði leiðtogaumræðum á Stöð 2 í hádeginu. Hann spurði alla flokksformenn hvort þeir gætu hugsað sér að vinna með Sjálfstæðisflokknum en flokkurinn fékk langbestu kosninguna í gær.
Katrín sagði, spurð hvort hún gæti hugsað sér að leggja það til við sína flokksmenn, að leita samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn, að það væri ekki vænlegur kostur. „Ég hugsa að sá fundur myndi enda illa fyrir mig.“ Langt væri á milli flokka þegar kemur að stefnumálum og áherslum. „Ríkisstjórnarsamstarf snýst um að finna málefnalega samstöðu. Við höfum ekki sé slíkt samstarf fyrir okkur.“ Hann útilokaði þó ekkert.
Björn Leví Gunnarsson Pírati þvertók fyrir að flokkurinn gæti hugsað sér að vinna með Sjálfstæðisflokki. Óttar Proppe tók dræmt í hugmyndir um að stofna stjórn með Sjálfstæðisflokki og Viðreisn, en til þess hefðu flokkarnir nægan þingstyrk.
Benedikt Jóhannesson hjá Viðreisn vildi ekkert útiloka en sagðist telja að ný stjórn þyrfti að hafa víða skírskotun.