Héldu draumabrúðkaupið sitt með Stjórnarfoss í bakgrunni
Kirkjubæjarklaustur er gullfallegur staður í grennd við ýmsar af fegurstu náttúruperlum Íslands. Í Efri-Vík er að finna eina þeirra, Hótel Laka, eitt glæsilegasta og notalegasta sveitahótel landsins. Hótelið er í miðri hringiðu alls kyns afþreyinga og er tilvalið að fara þaðan í dagsferðir upp á hálendi, í fjöruferðir og skoða þjóðgarðinn Skaftafell og hið ætíð tilkomumikla Jökulsárlón. Margs konar gönguferðir eru í boði í nágrenninu með eða án leiðsagnar. „Á hlaðinu hjá okkur er öskulagabyrgi þar sem lesa má gossögu Íslands, fuglaskoðunarhús sem stendur við Víkurflóð og Álfaborgin okkar er í göngufæri með alla sína stórkostlegu álfasögur, gamlar og nýjar,“ segir Eva Björk Harðardóttir hótelstýra. Hótel Laki er þar fyrir utan á hinum fullkomna stað fyrir draumabrúðkaupið enda gefa náttúruperlur Skaftárhrepps bestu ljósmyndastofum ekki neitt eftir.
Hjónin Eva Björk og Þorsteinn M. Kristinsson hafa rekið Hótel Laka frá árinu 2000 ásamt foreldrum Evu, sem hafa rekið gistiheimili á svæðinu frá árinu 1973. Þetta glæsilega hús, sem nú stendur á landinu, og er hannað af Yrki Arkitektum, stendur því á gömlum og sterkbyggðum ferðaþjónustugrunni. Í boði eru áttatíu herbergiseiningar í þremur gæðaflokkum til þess að sinna mismunandi þörfum gesta hótelsins. „Veitingastaðurinn okkar er opinn frá kl. 12.00 til 21.00 og leggjum við áherslu á afurðir úr heimabyggð. Lambakjötið kemur frá Borgarfelli og Seglbúðum, rófur fáum við frá Maríubakka og nautakjöt kaupum við frá Breiðabólstað. Einnig bjóðum við upp á Klausturbleikju, bygg og repjuolíu frá Sandhóli og sívinsæli ísinn okkar kemur svo beint frá frá Suður-Fossi.
Fyrir pör er tilvalið að stinga af saman úr skarkala borgarinnar á föstudagseftirmiðdegi, fá sér drykk á hótelbarnum okkar að láta stjana við sig í mat og drykk á Hótel Laka. „Á laugardeginum myndum við vilja færa turtildúfunum morgunverð upp á herbergi. Það er svo notalegt að sofa út, nýta sér herbergisþjónustuna og slaka á langt frá ys og þys borgarlífsins. Svo mæli ég heilshugar með góðri gönguferð eða bíltúr í Skaftafell,“ segir Eva. Hótelið býður einnig upp á Super-Jeep ferðir fyrir þá sem þyrstir í ævintýr. „Á veitingastaðnum erum við með fimm rétta lúxusmatseðil sem gælir við bragðlaukana, notalegt andrúmsloft og fyrsta flokks þjónustu. Leyfið okkur að skapa grunninn fyrir dásamlegar minningar fyrir ykkur um hvort annað.“
Hótel Laki er staðsett að Efri-Vík, 880 Kirkjubæjarklaustri.
Hafa má samband í síma 412-4600 eða með netpósti hotellaki@hotellaki.is
Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu hótelsins www.hotellaki.is en þar er einnig hægt að bóka herbergi.