Cesc Fabregas, leikmaður Chelsea á Englandi, verður ekki með liðinu á morgun sem mætir Arsenal í ensku úrvalsdeildinni.
Fabregas er að glíma við hnémeiðsli þessa stundina en Maurizio Sarri, stjóri Chelsea, staðfesti það í dag.
Fabregas er einmitt fyrrum leikmaður Arsenal en hann verður ekki með í viðureign liðanna á Stamford Bridge.
Ekki er þó búist við að Fabregas verði lengi frá en Sarri segir að meiðslin séu mjg óvenjuleg.
Búist er við að Fabregas snúi aftur til æfinga í næstu viku en missir af stórslagnum um helgina.