fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Öryggismál í lamasessi á Reykjavíkurflugvelli: „Það var öryggishurð þarna þegar ég var þarna í síðustu viku“


Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvað eiga tveir barnaníðingar, kung-fu prestur, flugvélar, þyrlur, Panamaprins, kapella og sértrúarsöfnuður sameiginlegt? Jú, allt þetta er að finna í flugskýli 1 á Reykjavíkurflugvelli. Barnaníðingarnir sitja í stjórn félags sem er skráð með yfir 200 milljónir í hlutafé, kung-fu presturinn, sem eitt sinn var lífvörður og sjóræningjabani, stýrir samkomum sértrúarsafnaðarins og Panamaprinsins á skýlið sjálft. Barnaníðingurinn heitir Sigurður Ingi Þórðarson, betur þekktur sem Siggi hakkari, og situr hann einn í stjórn ásamt Robert Tomasz Czarny sem misnotaði tvær stúlkur hér á landi um árabil. Allir hafa þeir aðgang að haftasvæðum. Og þegar meðlimir sértrúarsafnaðarins mæta á svæðið geta þeir hæglega farið inn á viðkvæm svæði eða farið um borð í flugvélar og jafnvel sest upp í þyrlu og tekið á loft væri sá áhugi fyrir hendi. Eftirlit er ekkert. Til að rekja þessa sögu þurfti nokkra blaðamenn og talsvert pláss enda um ævintýralega atburðarás að ræða sem aldrei hefði átt að eiga sér stað.

Þetta er brot úr ítarlegri umfjöllun í helgarblaði DV

Isavia vissi ekki að öryggishurð væri ekki til staðar

Þegar komið er að flugskýli 1 þar sem skrifstofur ACE Handling, ACE FBO og Global Fuel, allt fyrirtæki í eigu Hilmars Ágústs, kemur maður að hurð sem eingöngu þarf starfsmannapassa en ekki flugvallarpassa. Eins og kemur fram hér að framan er Postulakirkjan með aðstöðu í flugskýli 1 og heldur athafnir. Dan Sommer staðfesti við DV að athafnir ættu sér stað reglulega þar og kæmu sóknarbörn hans þá þar inn.

Á meðan blaðamenn DV voru á staðnum var sem dæmi settur stóll fyrir hurðina til að halda henni opinni. Þegar komið er inn um þessar dyr hefur fólk aðgang að flugskýlinu öllu og öllum flugvélum sem þar eru inni, því engin hurð er á milli anddyris og flugskýlisins. Séu flugskýlisdyrnar sjálfar opnar, sem þær voru í þá tæpu tvo tíma sem blaðamenn DV voru á staðnum, er ekkert sem hindrar fólk í að fara út á miðja flugbraut eða komast að þyrlum og bílum sem geyma eldsneyti.

„Það var öryggishurð þarna þegar ég var þarna í síðustu viku,“ sagði Ingólfur Gissurarson, flugvallarstjóri Reykjavíkurflugvallar, þegar DV hafði samband við hann vegna þessa máls. Blaðamaður spurði þá hvaða dag í síðustu viku væri um að ræða og sagðist hann ekki muna það.

„Skýli 1 er einkaskýli. En þar hafa þeir séð eingöngu um aðgangsstýringu þar inn,“ bætti Ingólfur við. Þegar blaðamaður DV sagði Ingólfi að ekkert vandamál hafi verið fyrir hann að ganga beint inn í flugskýlið og hann hefði getað gengið alla leið út á flugbraut sagði hann: „Þú ert að segja mér fréttir.“

Ingólfur var einnig spurður hvort honum þætti það ekki ábótavant að heil öryggishurð hafi horfið án þess að þeir hafi tekið eftir því og svaraði hann: „Nei, reyndar ekki.“

Í samtali við blaðamenn sagði Dan Sommer, öryggisstjóri ACE FBO, að hann hefði rætt við flugvallarstjóra um að það hafi vantað þarna hurð í langan tíma. „Ég ræddi þetta við hann,“ sagði hann og bætti við: „Þeir eru ekki nógu góðir í þessu, þetta er bara of auðvelt. Fólk getur valsað hérna um eins og það vill.“ Þegar hann var spurður hversu lengi hurðina hefði vantað, svaraði hann:

„Þetta hefur alltaf verið svona, síðan ég byrjaði að vinna hérna.“

Rúmum hálftíma eftir að DV ræddi við Ingólf hringdi upplýsingafulltrúi Isavia í DV og tilkynnti að búið væri að setja upp hurðina. Þegar DV kannaði málið reyndist ekki vera fótur fyrir því. Barnaníðingarnir, kung-fu presturinn, Panamaprinsinn og sértrúarsöfnuðurinn geta því enn valsað um að vild og boðið til sín gestum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“