Bortækni
Starfsmenn fyrirtækisins Bortækni leysa fagmannlega af hendi öll verkefni, stór sem smá, á fljótlegan og skilvirkan hátt. „Við höfum 35 ára reynslu sem er dýrmæt og nýtist viðskiptavinum okkar vel. Strax í upphafi var sérstök áhersla lögð á fagleg vinnubrögð og þrifalega umgengni. Keyptar voru vatnssugur og ýmislegt fleira í þeim tilgangi,“ segir Halldór Kristjánsson verkstjóri.
Halldór segir að Bortækni annist margvísleg verkefni, eins og t.d. kjarnaborun, rif á asbesti og gólfslípun auk þess sem fyrirtækið sérhæfir sig í steypusögun, kjarnaborun og niðurrifi. „Bortækni hefur á rúmlega 35 ára ferli ávallt lagt mikla áherslu á að veita viðskiptavinum sínum góða og persónulega þjónustu. Með nýjustu og bestu fáanlegum tækjum er okkur kleift að bjóða hraða þjónustu á sanngjörnu verði,“ segir hann.
„Bortækni hefur verið leiðandi á íslenskum verktakaiðnaði í gegnum tíðina og ekkert verk er of stórt eða of smátt fyrir okkur. Í dag erum við með átta starfsmenn sem eru frábærir. Okkur er mjög umhugað um vinnuöryggi og heilsu okkar starfsmanna. Bortækni vinnur mikið í heimahúsum við að saga glugga, hurðarop og stiga. Fyrirtækið tekur einnig að sér að saga fyrir hita í gólf og sér um að rífa allt, eins og innréttingar, veggi og gólfefni. Við komum á staðinn og gerum verðtilboð þér að kostnaðarlausu,“ segir Halldór að lokum.
Bortækni ehf., Miðhrauni 14, 210 Garðabær.
Símar: 567 – 7570, 693 – 7700.
Netfang: bortaekni@bortaekni.is
www.bortaekni.is