fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Arna fékk að vita á sama tíma að hún væri barnshafandi og með krabbamein: „Eigum bara eitt líf og við eigum að njóta þess“

Auður Ösp
Föstudaginn 17. ágúst 2018 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arna Dögg Hjaltalín fékk að vita að hún væri með illkynja brjóstakrabbamein aðeins fimm dögum eftir að hún fékk staðfestingu á því að væri þunguð að dóttur sinni. Fátítt er að konur greinist með krabbamein á meðgöngu, og hvað þá að þær greinist með brjóstakrabbamein á þrítugsaldri, en Arna Dögg er 26 ára gömul.

Arna Dögg er fædd og uppalin í Stykkishólmi þar sem hún býr í dag ásamt manni sínum, Hafþóri Inga, og börnum þeirra tveimur, Ármanni, þriggja ára, og nýfæddri dóttur sem fær nafnið sitt næstkomandi sunnudag.

Eftir að hafa fundið fyrir hnút í öðru brjóstinu leitaði Arna til heimilislæknis. Hann pantaði tíma fyrir hana í ómskoðun á brjóstið. Þann 2. nóvember síðastliðinn fór Arna síðan í ómskoðunina og tekið var sýni til rannsóknar. Seinna sama dag fór hún til kvensjúkdómalæknis á Akranesi, til að gangast undir eftirlit vegna blöðru á eggjastokk. Fékk hún að vita að hún væri komin sex vikur á leið. Gleðin var mikil hjá litlu fjölskyldunni en á þriðjudeginum kom svo skellurinn. „Þarna vorum við, nýbúin að eyða helginni í sæluvímu og gleði og þá kemur þetta rosalega sjokk.“

Ekki var hægt strax að segja um hvaða tegund af krabbameini var að ræða og þurftu Arna og Hafþór að bíða í nokkra daga til viðbótar eftir þeim niðurstöðum. Biðin var að sögn Örnu skelfileg, enda ríkti nú algjör óvissa um hvort hægt yrði að halda meðgöngunni áfram. Nokkrir dagar virtust því eins og heil eilífð.

Í ljós kom að krabbamein Örnu var bæði hormónajákvætt og einnig HER- 2 jákvætt, en HER-2 hefur venjulega meiri tilhneigingu til að dreifa sér um líkamann heldur en aðrar tegundir af brjóstakrabbameini.

Arna segir að þau hafi verið staðráðin í að halda meðgöngunni áfram. Ljóst var að það myndi ekki ganga snurðulaust fyrir sig. „Mér var tjáð að ég myndi ekki geta farið í geislameðferð og því þyrfti ég að fara í brjóstnám eftir tvær vikur. Ég gat heldur ekki farið strax í uppbyggingu á brjóstinu.“

Ákveðið var að hefja lyfjameðferð við hormónatengda meininu á meðgöngunni og bíða með meðferð á seinna meininu þar til eftir að barnið kæmi í heiminn. Ástæðan er sú að lyfin sem gefin eru við HER-2 krabbameini geta borist í fylgjuna og valdið fóstri skaða.

Arna byrjaði í lyfjagjöf 5. janúar og fóru næstu mánuðir í endalausar heimsóknir á spítalann, ýmist í lyfjagjöf á krabbameinsdeild eða í sónar og aðrar skoðanir á kvennadeildinni, en þar sem meðgangan var flokkuð sem áhættumeðganga þurfti Arna að vera undir sérstöku eftirliti.

„Ég var oft mjög áhyggjufull um barnið og panikkaði kannski bara við minnsta verk sem ég fann. Ég þurfti að keyra á milli Reykjavíkur og Stykkishólms að minnsta kosti einu sinni í viku og þegar leið á meðgönguna var ég alveg búin á því. Ég hafði enga orku, og þrek og þol var farið, mér var illt í bakinu og bara illt alls staðar. Ég reyndi eins og ég gat að hreyfa mig, jafnvel þótt það væri ekki nema bara örstuttir göngutúrar, og það hjálpaði heilmikið.“

Það eitt að vera ólétt er rosalegt álag og þegar maður bætir krabbameinslyfjameðferð ofan á það þá er þetta auðvitað orðið rosalega erfitt. „Þetta var ofboðslega mikil gleði en samt svo mikil streita á sama tíma.“

Arna nýtur þess að vera nýbökuð móðir þessa dagana, áður en hún byrjar í seinni lyfjameðferðinni í haust. Lífsviðhorf hennar hefur breyst mikið.

„Ég fór að hugsa um allt sem mig langaði að gera. Ég var svo vön að hugsa alltaf að ég myndi bíða með það þar til rétti tíminn kæmi, þegar strákurinn yrði eldri. Eftir þetta þá er ég hætt að geyma endalaust að gera það sem mig langar til. Við eigum bara eitt líf og við eigum að njóta þess.“

 

Aðstandendur Örnu stofnuðu styrktarsjóð Örnu Hjaltalín til að styðja við bakið á Örnu og fjölskyldunni í gegnum veikindi hennar. Ljóst er að svona veikindum fylgir mikið tekjutap, bæði fyrir Örnu og manninn hennar, Hafþór. Laugardaginn 18. ágúst munu ættingjar og vinir Örnu taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu og safna áheitum fyrir sjóðinn. Þeir sem vilja leggja þeim lið er bent á heimasíðu hópsins inni á vefsvæði Hlaupastyrks.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Stóra fíkniefnamálið: Skuldaði höfuðpaurnum tíu milljónir og fór í örlagaríka ferð með skemmtiferðaskipi

Stóra fíkniefnamálið: Skuldaði höfuðpaurnum tíu milljónir og fór í örlagaríka ferð með skemmtiferðaskipi
Fréttir
Í gær

Raðmorðingi játar á sig morð 42 kvenna á tveimur árum

Raðmorðingi játar á sig morð 42 kvenna á tveimur árum
Fréttir
Í gær

Vísaði frá máli gegn Donald Trump varðandi stuld á leynilegum skjölum – Skipaði sjálfur dómarann í embætti

Vísaði frá máli gegn Donald Trump varðandi stuld á leynilegum skjölum – Skipaði sjálfur dómarann í embætti
Fréttir
Í gær

Dómarinn rifjaði upp langan brotaferil Kourani – Hefur aldrei stundað vinnu á Íslandi

Dómarinn rifjaði upp langan brotaferil Kourani – Hefur aldrei stundað vinnu á Íslandi
Fréttir
Í gær

Auglýsingin fræga á Laugaveginum að hverfa – „Hræðilegt það er verið að byrja að mála yfir þetta“

Auglýsingin fræga á Laugaveginum að hverfa – „Hræðilegt það er verið að byrja að mála yfir þetta“
Fréttir
Í gær

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið
Fréttir
Í gær

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Það er siðferðislega óásættanlegt að þessu tjóni verði eingöngu velt yfir á íbúa í Vestmannaeyjum “

„Það er siðferðislega óásættanlegt að þessu tjóni verði eingöngu velt yfir á íbúa í Vestmannaeyjum “
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði