fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Kynning

Reykjavík Röst við Gömlu höfnina í Reykjavík – Gæðamatur og afslöppuð stemning

Kynning
Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 17. ágúst 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Gamla höfnin er auðvitað algjör perla í einstöku umhverfi. Okkur fannst vanta öðruvísi veitingahús við höfnina, með afslappaðri stemningu og ódýrari valkostum í mat og drykk, þar sem fólk getur bæði stoppað stutt við sem og slakað á með góðan kaffibolla við hönd og notið þess að fylgjast með lífinu við höfnina,“ segir Sigurgestur Jóhann Rúnarsson rekstrarstjóri.

Staðurinn er opnaður snemma á morgnana og er opinn fram á kvöld. „Á morgnana er bakkelsi og sætabrauð í boði, til dæmis morgunverðarbakki og croissant-samlokur. Í hádeginu og fram eftir degi bjóðum við upp á heimagerðar samlokur og súpu.

Súpan er alltaf vegan og reglulega skipt um tegund. Þessa stundina erum við til dæmis með tómat- og kínóasúpu. Á matseðlinum er einnig að finna ýmiss konar barsnarl (heimagert sýrt grænmeti og reyktar/ristaðar möndlur) sem og kjöt- og ostaplatta sem fara vel með bjór og víni.“

Matseðillinn er einfaldur og er eftir fremsta megni reynt að halda verði í lágmarki á bæði mat og drykk án þess að tapa gæðum. Einnig er gæðakaffi frá Lavazza, úrvalsbjórar frá Borg Brugghúsi og ágætt úrval af léttvíni. Dagleg gleðistund (Happy Hour) er frá kl. 15–19 á bjór, léttvíni og snafs dagsins. Á Happy Hour er kjörið að grípa í ýmsa afþreyingu á staðnum eins og Jenga og fleira, já, eða grípa í talfborðið og taka stutta skák.

„Viðtökurnar hafa verið mjög góðar en við fáum fjölda gesta, bæði innlenda og erlenda, sem leggja leið sína að gömlu höfninni,“ segir Sigurgestur. „Andrúmsloftið er kósí og afslappað með fallegum innréttingum í gömlum stíl þar sem haldið er í sjarma og útlit gömlu verbúðanna. Ekki má gleyma útsýninu sem er engu öðru líkt þar sem fólk hefur til að mynda útsýni út yfir gömlu höfnina og Esjuna.“

Reykjavík Röst er við Gömlu höfnina í Reykjavík að Geirsgötu 5, síminn er 552-7777 og netfangið er info@reykjavikrost.is.

Opið er frá kl. 8.30–23 alla daga. Heimasíðan er reykjavikrost.is og einnig er staðurinn með Facebooksíðu. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“