fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024

Sigrún og maður hennar leita að swing-félaga

Ragnheiður Eiríksdóttir
Laugardaginn 18. ágúst 2018 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sæl Ragga

Þakka þér fyrir góðar og nytsamlegar greinar.

Við hjónin höfum verið að þróa okkur áfram í kynlífinu og fórum til dæmis fyrsta skipti á swingeraklúbb erlendis nýlega og okkur fannst það frábært. Eins höfum við prófað að bjóða annarri konu með okkur í rúmið þar sem ég hef aðallega verið með henni og hann með mér. Við viljum þróa okkur svoleiðis áfram, að eiga vinkonu sem myndi kannski vilja vera með okkur reglulega.

Vinkona mín fór á fyrirlestur hjá þér og benti mér á að spyrja þig hvort þú vissir um hvar væri best fyrir okkur að leita að slíkri manneskju?

Kveðja
Sigrún

Komdu sæl

Bestu kveðjur til vinkonu þinnar sem talaði svona fallega um mig – já, og takk kærlega fyrir póstinn.

Ég hef undanfarin misseri skrifað og talað allnokkuð um fyrirbærið sem kallast í daglegu tali „swing“ því íslenskan, okkar ástkæra, inniheldur ekki hentugt orð – ennþá. Mig langar aðeins að staldra við hugtakið áður en ég svara spurningunni þinni. Orðið sem áður fyrr var stundum notað, makaskipti, er ferlega hallærislegt og nær engan veginn utan um það sem fellur undir kynferðislega tómstundagamanið swing. Samkvæmt þeirri prýðilegu síðu Urban Dictionary, á hugtakið við þegar fólk í parasamböndum stundar kynlíf með fólki sem er ekki í umræddu parasambandi, með fullu samþykki beggja. Swing er þannig ein birtingarmynd opins sambands. Oft er ég spurð um muninn á því að swinga og að vera fjölkær (polyamorous). Síðarnefnda hugtakið á við þegar samskiptin utan sambandsins snúast um ást og tilfinningar – en í swingi er líklegra að kynlífið sé í aðalhlutverki. Auðvitað skarast þessir hlutir svo fram og til baka svo framangreind skýring er mikil einföldun. Þannig getur fjölkært fólk stundað swing af miklum móð, og swingarar mega líka alveg skipta um skoðun og byrja að elska kynlífsfélaga sína ef þannig ber undir og allir eru á sömu blaðsíðu. En swing er ekki eingöngu fyrir pör heldur geta einstaklingar stundað það líka. Stakar konur njóta mikilla vinsælda í þessum menningarkima og eru jafnan kallaðar einhyrningar – sjaldgæfar og eftirsóttar. Stakir karlar njóta ekki sömu vinsælda og eru víða bannaðir í klúbbum og samkomum – því veldur tregða margra þeirra til að fara eftir settum reglum. Svona, svona, allir rólegir – MARGRA sagði ég!

En aftur að ykkur hjónum. Þið hafið kosið, líkt og fleiri, að byrja að stunda swing, í stað þess að byrja til dæmis í golfi, taka mótorhjólapróf eða fara í crossfit saman. Hér koma nokkur ráð sem geta gagnast ykkur til að þróa þetta nýja sameiginlega áhugamál:

 

  1. Swingsamfélög á netinu

Margir kjósa að skrá sig á netsíðuna sdc.com. Skammstöfunin stendur fyrir Swingers Dating Club og samkvæmt upplýsingum á síðunni telur hún yfir þrjár milljónir notenda. Íslendingum hefur fjölgað talsvert þar að undanförnu. Á síðunni getið þið gengið í hóp Íslendinga og byrjað að vinna í tengslanetinu. Mig langar líka að nefna norsku síðuna lyst-club.no, en þar er aðallega að finna fólk frá Norðurlöndum. Á samfélagssíðum sem þessum eru líka oft auglýstir stærri og smærri viðburðir – allt frá einkasamkvæmum í heimahúsum yfir í tveggja vikna swingferðir á skemmtiferðaskipum.

 

2. Stefnumót

Í swingheiminum er mikið um að pör, eða til dæmis par og einhyrningur, hittist á stefnumótum. Ef fólk hefur ekki hist áður virka þannig stefnumót ósköp svipað og stefnumót tveggja einstaklinga. Í gegnum sdc.com er hægt að óska eftir stefnumótum. Ef þið kjósið að gera það ráðlegg ég væntingastjórnun í hvívetna – mætið með það fyrir augum að hitta svipað þenkjandi fólk og ekki gera ráð fyrir að þið endið í rúminu saman. Það getur hins vegar vel orðið raunin ef aðlöðun reynist gagnkvæm. Ef þið hittið fólk með reynslu er svo um að gera að spyrja og fá ráð.

 

3. Klúbbar

Eðli málsins samkvæmt eru engir swingklúbbar starfræktir á Íslandi. Þó svo að við séum fremur opin þjóð þegar kemur að kynferðismálum erum við líklega of lítil þjóð til að slík starfsemi bæri sig. Margir kunna illa við þá tilhugsun að mæta kviknöktum frænda á klúbbi í Reykjavík. Kannski mun þetta breytast í framtíðinni. Þið hafið nú þegar farið á klúbb erlendis og eigið eflaust eftir að gera það aftur fyrst ykkur líkaði það vel. Í flestum stórborgum, og mörgum smærri, er að finna swingeraklúbba. Þeir eru auðvitað jafn misjafnir og þeir eru margir svo ég ráðlegg ykkur eindregið að kanna aðstæður eins og þið getið áður en þið ákveðið að mæta. Flestir klúbbar eru með heimasíður og svo er alltaf hægt að spyrja á sdc. Klúbbar sem takmarka aðgang eða leyfa ekki einhleypa karlmenn eru jafnan í hærri klassa – já, því miður er það svo!

 

4.  Aðrar leiðir

Stundum rekst kona á Tinder-prófíla frá pörum sem leita að þriðja aðila eða öðru pari til að gamna sér með. Ég get alveg ímyndað mér að það gæti virkað.

 

Hvað sem þið kjósið að gera ráðlegg ég ykkur heiðarleika í samskiptum, kurteisi og virðingu, og að velja öruggara kynlíf.

 

Bestu kveðjur og gangi ykkur vel,

Ragga

Ragnheiður Haralds- og Eiríksdóttir er hjúkrunarfræðingur og kynlífsráðgjafi

www.raggaeiriks.com

Tímapantanir og spurningar: raggaeiriks@gmail.com

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Snorri pirraður á því hvernig RÚV talar um Miðflokkinn

Snorri pirraður á því hvernig RÚV talar um Miðflokkinn
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Rosalegir sautján dagar hjá Arne Slot – Sex erfiðir og áhugaverðir l eikir

Rosalegir sautján dagar hjá Arne Slot – Sex erfiðir og áhugaverðir l eikir
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Samþykkt að breyta reglum eftir dóm á dögunum – Kemur í veg fyrir óeðlilega samninga

Samþykkt að breyta reglum eftir dóm á dögunum – Kemur í veg fyrir óeðlilega samninga
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Flestir vilja að Alan Shearer taki við stóra starfinu í sjónvarpi

Flestir vilja að Alan Shearer taki við stóra starfinu í sjónvarpi
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Norska undrabarnið ætlar ekki að færa sig nema að honum verði lofaður spiltími

Norska undrabarnið ætlar ekki að færa sig nema að honum verði lofaður spiltími

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.