fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024

Litlir menn birtast í miðborg Reykjavíkur: Fyrirmyndin frá Bretlandi

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 20. ágúst 2018 18:00

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vegfarendur í miðbæ Reykjavíkur hafa hugsanlega tekið eftir leikfangafígúrum sem dreift hefur verið víðs vegar. Þetta eru ekki leikfangafígúrur sem barn hefur misst eða skilið eftir á götunni heldur hefur þeim verið vandlega stillt upp, á umferðarskiltum, auglýsingaskiltum, dyrakörmum, umferðarljósum, eftirlitsmyndavélum og í rauninni hvar sem hægt er að koma þeim fyrir og láta þær standa uppréttar.

Ljósmyndari DV rakst á fjölda þessara fígúra í miðbænum og má þar nefna tindáta, kúreka, ófreskjur, prinsessur, Pony-hesta, seiðskratta, vélmenni, geimverur, dverga og gríska hálfguðinn Herkúles úr samnefndri Disney-teiknimynd.

Uppsetning fígúranna er vafalaust ekki grín heldur háalvarlegur listgjörningur með boðskap en óvíst er hver stendur á bak við „sýninguna.“ Erlendis hefur verið í gangi verkefni síðan árið 2006 sem nefnist Little People og snýst það um að skilja eftir litlar fígúrur í almannarýminu. Listamaðurinn kallar sig Slinkachu og er 38 ára gamall Breti. Að sögn Slinkachu er tilgangurinn að gera íbúa stórborga meðvitaða um umhverfi sitt og sýna þann einmanaleika sem getur fylgt því að búa innan um milljónir manna. Ljóst er að Slinkachu sjálfur hefur ekki verið að verki í Reykjavík því hans verk eru umtalsvert þróaðri og meira lagt í þau en hjá íslensku eftirhermunni.

Ljósmynd: DV/Hanna
Ljósmynd: DV/Hanna
Ljósmynd: DV/Hanna
Ljósmynd: DV/Hanna
Ljósmynd: DV/Hanna
Ljósmynd: DV/Hanna
Ljósmynd: DV/Hanna
Ljósmynd: DV/Hanna
Ljósmynd: DV/Hanna
Verk eftir breska götulistamanninn Slinkachu
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Liverpool verður án Slot gegn Tottenham

Liverpool verður án Slot gegn Tottenham
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

„Þetta var það versta sem ég gat ímyndað mér að myndi gerast fyrir mig – og það gerðist“

„Þetta var það versta sem ég gat ímyndað mér að myndi gerast fyrir mig – og það gerðist“
Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Baunað á sambandið sem „skýtur sig“ enn og aftur í fótinn – „Það eru rosalega mörgu lofað þarna en það er lítið sem er staðið við“

Baunað á sambandið sem „skýtur sig“ enn og aftur í fótinn – „Það eru rosalega mörgu lofað þarna en það er lítið sem er staðið við“
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Geirfinnsmálið: Haukur telur niðurstöður bókarinnar vera langsóttar – Var sonur Geirfinns heima eða ekki?

Geirfinnsmálið: Haukur telur niðurstöður bókarinnar vera langsóttar – Var sonur Geirfinns heima eða ekki?
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segir þetta hafa farið í gegnum hausinn á mönnum þegar Gylfi sneri aftur – „Ég held að þær hafi líka skipt hann miklu máli“

Segir þetta hafa farið í gegnum hausinn á mönnum þegar Gylfi sneri aftur – „Ég held að þær hafi líka skipt hann miklu máli“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Betri en Liverpool í dag? – ,,Mögulega besta liðið í úrvalsdeildinni“

Betri en Liverpool í dag? – ,,Mögulega besta liðið í úrvalsdeildinni“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sat saklaus í fangelsi í 24 ár og fékk tæpan um 570 milljónir í bætur fyrir ranga sakfellingu – Skaut mann til bana og er aftur á leið í steininn

Sat saklaus í fangelsi í 24 ár og fékk tæpan um 570 milljónir í bætur fyrir ranga sakfellingu – Skaut mann til bana og er aftur á leið í steininn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tók virkilega óvenjulegri refsingu: Minnir á karakter úr Simpsons – ,,Ekki gaman fyrir þá að koma hingað heldur“

Tók virkilega óvenjulegri refsingu: Minnir á karakter úr Simpsons – ,,Ekki gaman fyrir þá að koma hingað heldur“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

500 manns fengu óvæntan glaðning eftir langt ferðalag

500 manns fengu óvæntan glaðning eftir langt ferðalag