Hörður Björgvin Magnússon og félagar í CSKA Moskvu hafa fengið liðsstyrk fyrir komandi átök í Rússlandi.
Hörður gekk sjálfur í raðir CSKA í sumar en hann hafði fyrir það spilað með Bristol City á Englandi.
CSKA tryggði sér sóknarmiðjumanninn Nikola Vlasic í dag en hann er króatískur landsliðsmaður.
Vlasic er 20 ára gamall og þykir mikið efni en hann er á mála hjá Everton í ensku úrvalsdeildinni.
Vlasic lék áður með Hajduk Split í heimalandinu þar sem hann á að baki 86 deildarleiki þrátt fyrir ungan aldur.